Innlent

Kaupþing seldi sig úr sænsku fyrirtæki

Paul Copley, forstjóri Kaupþings.

Kaupþing hefur selt 3,1 prósents hlut sinn í sænska heilbrigðistæknifyrirtækinu Episurf Medical. Gengið var frá sölunni í seinni hluta síðasta mánaðar en kaupendur voru einkafjárfestar á Norðurlöndunum.

Fyrirtækið var stofnað árið 2009 en Pal Ryfors, núverandi forstjóri þess, stýrði áður endurskipulagningu Kaupþings í Svíþjóð.

Þá sat Björg Arnardóttir, þáverandi starfsmaður Kaupþings, í tilnefningarnefnd Episurf Medical á árunum 2016 til 2017.

Kaupþing hefur unnið að sölu eigna síðustu ár en eignarhaldsfélagið átti eignir upp á samtals 233 milljarða króna í lok síðasta árs. Félagið seldi sem kunnugt er fjórðungshlut í Arion banka í hlutafjárútboði bankans í júní síðastliðnum og fer nú með 32,67 prósenta hlut í bankanum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

WOW til Vancouver

Innlent

Erfitt að taka þátt í „þessari svo­kölluðu byltingu“

Alþingi

Erlend félög fælast mikinn kostnað

Auglýsing

Nýjast

Mesta dagshækkun í meira en tvö ár

Minni hagnaður Ryanair

IFS spáir tekjuvexti hjá Símanum

Ný byggð rís yst á Kársnesi

Að geta talað allan daginn hentar vel

Sím­­inn fagn­­ar nið­ur­stöð­u Hæst­a­rétt­ar í máli gegn Sýn

Auglýsing