Almennt voru töluverðar hækkanir á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan hafði hækkað um um 2,54 prósent þegar markaðurinn lokaði.

Skeljungur leiddi hækkanir en olíufélagið hækkaði um 4,54 prósent í 117 milljóna króna viðskiptum. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í dag hækkaði hagfræðideild Landsbankans verðmatið á Skeljungi úr 7,8 krónum á hlut í 8 krónur.

Sjá einnig: Hækka verðmatið á Skeljungi

Á eftir Skeljungi kom Festi sem hækkaði um 4,17 prósent og Arion banki sem hækkaði um 2,98 prósent. 

Alls nam velta dagsins rúmum fjórum milljörðum króna en þar af má rekja 1,4 milljarða til viðskipta með bréf Marels sem hækkaði um 2,88 prósent.