Sér­hannaðar snúrur sem notaðar eru til að passa upp á þráð­lausu App­le Air­pods heyrnar­tólin njóta mikilla vinsælda hjá Íslendingum. Daníel Hilmars­son, verslunar­stjóri Epli, segir að við fyrstu sýn virðist auka­hluturinn skjóta skökku við en nota­gildið sé hins vegar ó­tví­rætt. Al­gengt sé að heyrnar­tólin týnist, bæði eða þá annað hvort.

Til­efni um­fjöllunarinnar er frétt banda­ríska miðilsins Business Insi­der um að fyrir­tæki líkt og Nord­strom og Amazon hafi nú hafið fram­leiðslu á svo­kölluðum „Air­pods burðar­snúrum.“ Þar sé komið svar við hræðslu við­skipta­vina við að týna heyrnar­tólunum sínum, annað hvort báðum þeirra eða öðru hvoru. Varð aug­lýsing Nord­strom meðal annars að svo­kölluðu „meme-i“ og gerðu net­verjar stólpa­grín að snúrunni fyrir snúru­lausu heyrnar­tólin.

Eitt af fjölmörgum grínmyndum sem netverjar hafa búið til um nýju snúrurnar.
Fréttablaðið/Skjáskot

Spurður að því hvort það sé al­gengt að fólk týni heyrnar­tólunum sínum, segir Daníel í sam­tali við Frétta­blaðið að það hafi verið nokkuð al­gengt, en hið sama eigi ekki við um nýju týpuna, App­le Air­pods Pro.

„Þetta var að gerast svo­lítið með gömlu Air­pods heyrnar­tólin, það er alveg hægt að viður­kenna það. Það kannski glataði boxinu eða átti bara boxið og vantaði í bæði eyrun, þetta var nokkuð mis­jafnt.“

Nota­gildið meira en fyrst blasi við

„Það er auð­vitað ó­trú­lega fjöl­breytt úr­val af auka­hlutum,“ segir Daníel. Spurður hvort að þræðirnir séu vin­sælir segir hann að nota­gildið geri snúrurnar að­laðandi fyrir marga.

„Það hefur verið rosa­lega vin­sælt að fólk sé að tengja þetta saman, því ef þetta dettur úr eyranu þegar fólk er á ferðinni þá er þetta ekki að detta á jörðina eða detta á gólfið og minni líkur á að þau glati því,“ segir Daníel. „Svo hefur fólkið verið að kaupa króka til að krækja í eyrun og svo eru hulstur fyrir boxin líka vin­sæl. Þetta eru vin­sælustu auka­hlutirnir fyir þetta.“

Hann viður­kennir að þegar snúrurnar hafi komið fyrst hafi þær komið honum spánskt fyrir sjónir. „Þetta kom mér svo­lítið á ó­vart þegar þetta kom fyrst en svo þegar maður pælir í þessu þá er þetta sniðugt, svona þegar þetta er að detta úr eyrunum á manni. Fyrir fólk í ræktinni til að mynda. Þetta er mjög vin­sælt.“

Eitt af fjölmörgum grínmyndum sem netverjar hafa búið til um nýju snúrurnar.
Fréttablaðið/Skjáskot