Innlent

Kaupa hótelíbúðir fyrir 2,6 milljarða

​Almenna leigufélagið hefur fjárfest í þremur fasteignum í miðborg Reykjavíkur, sem telja samtals 54 hótelíbúðir.

Almenna leigufélagið er umsvifamikið á markaði, en það á og rekur um 1200 íbúðir. Fréttablaðið/Anton Brink

Almenna leigufélagið hefur fjárfest í þremur fasteignum í miðborg Reykjavíkur, sem telja samtals 54 hótelíbúðir. Um er að ræða fasteignir að Lindargötu 34-36, Vatnsstíg 11 og Barónsstíg 28 en að auki keypti félagið Laugaveg 56 þar sem til stendur að byggja við núverandi hús. Heildarkaupverð er 2,6 milljarðar.

Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að framkvæmdum eigi að ljúka um mitt ár 2019 og að þá verði sextán hótelíbúðir á Laugavegi 56 auk veitingastaðar á jarðhæð. 

„Með kaupunum, og eftir stækkun á Laugavegi 56, mun fasteignasafn Almenna leigufélagsins stækka um 3.157 fermetra. Heildarkaupverð fasteignanna og rekstursins, að framkvæmdakostnaði á Laugavegi meðtöldum, er 2,6 milljarðar króna. Kaupin munu leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (EBITDA) Almenna leigufélagsins hækkar um 190-220 milljónir kr. á ársgrundvelli,“ segir í tilkynningunni, en sjóðir í stýringu Gamma eiga Almenna leigufélagið. 

Þá segir að félagið eigi og reki rúmlega tólf hundruð íbúðir. Þær séu flestar í langtímaleigu en 42 í skammtímaleigu til ferðamanna. Eftir kaupin verði skammtímaleiguíbúðirnar 112 talsins.

„Við erum virkilega ánægð með þessa viðbót við eignasafnið. Almenna leigufélagið hefur allt frá stofnun lagt áherslu á að fjárfesta í miðborg Reykjavíkur og með kaupunum á Reykjavik Apartments styrkjum við enn frekar stöðu okkar á eftirsóknarverðustu svæðum höfuðborgarinnar.

Við erum auðvitað fyrst og fremst langtímaleigufélag en með því að auka hlutdeild í fasteignum sem leigðar eru ferðamönnum náum við fram aukinni áhættudreifingu í safnið og verjum okkur gegn sveiflum í hagkerfinu. Hótelíbúðir eru sérstaklega hentug fjárfesting fyrir okkur því einfalt er að nýta þær til langtímabúsetu ef breytingar verða á markaði fyrir ferðaþjónustu,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins:

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Landsbankinn sýknaður af kröfum KSÍ

Innlent

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.

Hvalveiðar

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

„Yrsa er einn besti höfundur í heimi“

Erlent

Wells Far­go gert að greiða milljarðs dala sekt

Viðskipti

Milljarða yfirtaka þvert á vilja stærsta hluthafans

Ferðaþjónusta

Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti

Markaðurinn

Selja allt sitt í HB Granda fyrir 21,7 milljarða

Innlent

Landsliðsþjálfari og 66°Norður verðlaunuð

Auglýsing