Stjórn Twitter hefur samþykkt kauptilboð suðurafríska milljarðamæringsins, Elon Musk á samfélagsmiðlinum. Samkvæmt fréttamiðlinum CNN mun verðmiðinn vera um það bil 44 milljarðar Bandaríkjadalir eða tæplega 5700 milljarðar íslenskra króna.

Kaupinn eiga sér nokkuð skamman aðdraganda, sérstaklega þegar tekið er mið af umfangi viðskiptanna. Tæpur mánuður er síðan að Musk gerðist einn stærsti hluthafi fyrirtækisins og fréttir bárust að hann hafi afþakkað sæti við stjórn samfélagsrisans sem honum var boðið. Tvær vikur er síðan að Musk lagði fram yfirtöku tilboðið og síðustu viku kom fram að Musk væri reiðubúinn að greiða allt 46,5 milljarða dollara til eignast fyrirtækið.

Samningurinn felur í sér að að hver og einn hluthafi í fyrirtækinu fær um það bil 54,20 dollara fyrir hvern hlut sem þeir eiga í fyrirtækinu. Elon Musk er einn ríkasti maður heims og hefur með þessu viðskiptum tryggt sér full yfirráð yfir einum stærsta og áhrifamesta samfélagsmiðli í heimi.