For­sætis­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra lýsa gjör­ó­líkri af­stöðu til kaupa Síldar­vinnslunnar á út­gerðar­fé­laginu Vísi. Fjár­mála­ráð­herra segir alið á sundrungu en for­sætis­ráð­herra segir að til­flutningur fjár­magns milli aðila í greininni og sam­þjöppun kalli á við­brögð. Fréttablaðið ræddi við ráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

„Í Grinda­vík er vel rekin um­fangs­mikil starf­semi. Það er engin á­stæða til að ætla annað en að svo verði á­fram,“ segir Bjarni sem sér sér­staka á­stæðu til að hafa á­hyggjur af við­skiptunum.

Bjarni Benediktsson óttast ekki atvinnuöryggi í Grindavík eftir samrunann.
Fréttablaðið/Valli

Fé­lög í eigu Sam­herja eiga stóran hlut í Síldar­vinnslunni. Hefur dæmið um gulu Gugguna fyrir vestan verið rifjað upp í tengslum við að at­vinna heima­manna kunni að vera í hættu.

Spurður hvort við­skiptin muni auka sundrungu um fisk­veiði­kerfið sem fyrir var mjög um­deilt, segir Bjarni:

„Það eru margir sem ala á sundrungu vegna kerfisins.“

Bjarni bendir á að þótt sárs­auki hafi fylgt eig­enda­skiptum áður fyrr þegar ekki var sam­ræmi milli af­kasta­getu flota og fiski­k­miða séu aðrir tímar.

„Nú fer þetta bara í venju­legan far­veg sam­kvæmt þeim at­hugunum sem um það gilda.“

Annar tónn er í Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra.

Nokkrir ráðherrar hittust á ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun.
Fréttablaðið/Valli

Tilefni til að ræða gjaldtökuna

„Ég hef á­hyggjur af þessari miklu sam­þjöppun í sjávar­út­vegi,“ segir Katrín um kaupin á Vísi.

Hún segir málinu ekki lokið þar sem Sam­keppnis­stofnun sé með málið til skoðunar. Þá fari Fiski­stofa með eftir­lit með kvóta­þaki.

„Mín skoðun er að það þurfi að gera úr­bætur er kemur að kvóta­þakinu, til dæmis skil­greiningu á tengdum aðilum,“ segir for­sætis­ráð­herra.

Katrín segir sér­stakt við­fangs­efni að endur­skoða veiði­gjalda­kerfið. „Það þarf að ræða gjald­tökuna, ekki síst þegar við sjáum þennan til­flutning á auð­magni milli aðila,“ segir Katrín.

Eru kaupin olía á eld?

„Aukin sam­þjöppun eykur ekki sátt um greinina,“ svarar forsætisráðherra.