Innlent

Katrín hlaut ekki endur­kjör í stjórn

Stjórn Icelandair Group var kjörin á aðalfundi í dag. Katrín Olga Jóhannesdóttir er á leið úr stjórninni eftir stjórnarsetu frá 2009.

Katrín Olga Jóhannesdóttir hefur átt sæti í stjórn Icelandair Group frá 2009. Viðskiptaráð Íslands

Icelandair Group hélt í dag aðalfund sinn á Hilton Nordica og var stjórn félagsins þar kjörin. Nýja stjórn skipa þau Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Guðmundur Hafsteinsson, Heiðrún Jónsdóttir, Ómar Benediktsson og Úlfar Steindórsson.

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, hefur setið í stjórninni frá 2009 en var felld í stjórnarkjörinu í dag. Þá er Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, og annar stjórnarmeðlimur á útleið. Hann sóttist ekki eftir endurkjöri.

Katrín seldi árið 2016 stóran hlut sinn í fyrirtækinu eða bréf fyrir tæplega tíu milljónir króna. Í kjölfarið lækkaði virði hlutabréfa í fyrirtækinu og voru margir ósáttir með ákvörðun hennar.

Í stað þeirra komu þau Guðmundur Hafsteinsson hjá Google Assistant og Heiðrún Jónsdóttir, lögmaður hjá Fjeldsted og Blöndal lögmannsstofu inn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Flugmál

Hagnaður Icelandair dregst saman á milli ára

Markaðurinn

Barist um stjórnarsæti í Icelandair Group

Tækni

Huawei atast í Apple

Auglýsing

Nýjast

Com­cast býður 30 milljarða punda í Sky

Askja hagnaðist um 368 milljónir

Vonbrigði með litla lækkun á tryggingagjaldi

Skotsilfur: Ótraust bakland

Birkir Hólm ráðinn forstjóri Samskipa

Seðlabankinn skoðar útgáfu á rafkrónum

Auglýsing