Karó­línska há­skóla­sjúkra­húsið í Svíþjóð hefur tilkynnt að það muni fækka störfum um 550 talsins vegna fjár­hags­örðug­leika. Frá þessu er greint í til­kynningu frá sjúkra­húsinu og vitnað í Björn Zoëga, sem var fyrr á árinu ráðinn for­stjóri sjúkra­hússins.

„Karó­línska stendur frammi fyrir fjár­hags­örðug­leikum. Til að reka á­byrga efna­hags­stefnu er þetta nauð­syn­leg á­kvörðun. Ég skil vel að þetta komi illa við starfs­menn en við verðum ein­fald­lega að ná stjórn á að­stæðum,“ er haft eftir Birni í frétta­til­kynningu frá Karó­línska.

Þar segir að tap sjúkrahússins í apríl hafi numið 620 milljónum sænskum krónum en það jafn­gildir tæp­lega 7.945 milljónum króna. Sam­kvæmt út­reikningum í kjöl­far þess standi Karó­línska frammi fyrir því að þurfa að draga saman seglin og spara einn milljarð sænskra króna, jafn­virði 12,8 milljarða ís­lenskra króna, á þessu ári.

Björn var ráðinn for­stjóri Karó­línska í lok janúar en hann gegndi síðast stöðu aðal­­­fram­­kvæmda­­stjóra lækninga­­sviðs (Chief Medi­­cal Officer) sænsku GHP sam­­stæðunnar. Áður var hann for­stjóri Land­spítalans.