World Trade Organization hefur leyft Bandaríkjunum að leggja tolla á vörur frá Evrópusambandinu vegna deilna um ólögmæta ríkisstyrki til Airbus.

Stefnt er að því að leggja 25 prósenta toll á til dæmis vín, ólífuolíu, jógúrt og peysur. Innflutningur á vörunum nemur samtals um 7,5 milljörðum dollara á ári, segir í frétt Financial Times.

Ekki verður lagður tollur á koníak, kampavín og sum írsk viskí. Viskí frá Norður Írlandi mun bera toll en viskí frá Írlandi ekki. Viskí frá Skotlandi mun bera toll.

Bandaríkin hafa ekki útskýrt hvers sambærilegar vörur frá mismunandi löndum eru meðhöndlaðar með ólíkum hætti. Stjórnvöld hafa sagt að umfang tollanna geti tekið breytingum.

Reiknað er með að Evrópusambandið muni svara í sömu mynt vegna þess að Boeing naut ólöglegrar ríkisaðstoðar, segir í fréttinni.