Fatabúðin Júník hagnaðist um 10 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 8,6 milljónir króna árið á undan.

Sara Pálsdóttir í Júník.
Aðsend mynd

Rekstrartekjur fyrirtækisins árið 2020 námu 100 milljónum króna og drógust lítillega saman milli ára en þær voru 109 milljónir árið 2019. Rekstrargjöld á síðasta ári námu 87 milljónum samanborið við 98 milljónir króna árið á undan.

Eignir félagsins í lok síðasta árs námu 31 milljón króna en voru 25 milljónir árið 2019. Þá var eigið fé Júník í lok síðasta árs 18,6 milljónir samanborið við 14,7 milljónir króna árið á undan.

Júník er í eigu þeirra Söru Lindar Pálsdóttur og Sifjar Jónsdóttur og fara þær með 50 prósent hlut hvor.

Júník rekur verslun í Kringlunni en einnig netverlunina junik.is. Sex starfsmenn störfuðu hjá fyrirtækinu á síðasta ári.