Júlíus Vífill Ingvars­son, fyrr­verandi borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, var í Héraðs­dómi Reykja­víkur í morgun dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peninga­þvætti. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Aðal­með­ferð málsins fór fram hinn 3. desember.

Sak­sóknari hafði farið fram á átta til tólf mánaða ó­skil­orðs­bundið fangelsi yfir Júlíusi en hann er sakaður um að hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna í gegnum sjóð sem hann var rétt­hafi að á­samt eigin­konu sinni og börnum. Fjár­munirnir þar komu til vegna við­skipta bíla­um­boðsins Ingvars Helga­sonar á árunum 1982 til 1993. 

Júlíus viður­kenndi að hafa ekki greitt skatta af um­boðs­laununum en kvað brotin vera fyrnd og að peninga­þvætti ætti ekki við í um­ræddu máli. Meint skatt­brot eru fyrir löngu fyrnd en fjár­munirnir voru geymdir á banka­reikningi bankans UBS á Ermar­sunds­eyjunni Jer­s­ey árin 2010 til ársins 2014, en þá færði hann fjár­munina inn á sjóð í sviss­neska bankanum Julius Bär.

Sak­sóknari vildi því meina að með þeirri færslu hafi borgar­full­trúinn fyrr­verandi gerst sekur um peninga­þvætti með því að hafa reynt að komast hjá því að greiða skatta með því að um­breyta, fela, leyna og geyma á­vinning sinn. Þá mat sak­sóknari það svo að peninga­þvættis­brotin árin 2010 til 2014 væru óháð frum­brotunum undir lok síðustu aldar. Verjandi Júlíusar sagði að mál­flutningur sak­sóknara byggði á því að hafa lög um fyrningu að engu. 

Þá sagði sak­sóknari að með til­liti til upp­hæðar meintra brota Júlíusar yrði að taka til greina að skil­orðs­binda dóminn ekki. Brot hans hafi verið framin með skipu­lögðum hætti og fælu í sér háar fjár­hæðir.

Björn Þor­valds­son, sak­sóknari í málinu, sagði að dóms­upp­sögu lokinni að em­bættið myndi að öllum líkindum una niður­stöðunni. Við fyrstu sýn liti út fyrir að fallist hefði verið á kröfur á­kæru­valdsins.