Jónína S. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá bankanum.

Jónína hefur verið framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og setið í framkvæmdastjórn bankans í um níu ár eða frá nóvember 2010. Hún mun láta af störfum föstudaginn 13. september næstkomandi.

Í fréttatilkynningu um starfslok Jónínu er haft eftir Benedikti Gíslasyni, bankastjóra Arion banka að það hafi verið mikill fengur fyrir bankann að hafa notið reynslu og þekkingar Jónínu síðastliðin níu ár. Er henni þakkað fyrir góð störf í þágu bankans og óskað velfarnaðar í framtíðinni.