Innlent

Jónas Þór á­fram stjórnarfor­maður Lands­virkjunar

Stjórn Lands­virkjunar var skipuð á aðal­fundi í dag. Þar var einnig sam­þykkt að greiða út 1,5 milljarðs króna arð til ríkisins vegna árangursríks síðasta árs.

Jónas Þór Guðmundsson verður áfram formaður Landsvirkjunar. Fréttablaðið/Valgarður

Jónas Þór Guðmundsson verður áfram stjórnarformaður Landsvirkjunar en það var ákveðið á aðalfundi fyrirtækisins sem fram fór í dag. Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði þar aðalmenn og varamenn í stjórn samkvæmt lögum fyrirtækisins.

Ásamt Jónasi mynda þau Álfheiður Ingadóttir (varaformaður), Jón Björn Hákonarson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason stjórnina.

Úr stjórninni fóru Haraldur Flosi Tryggvason, Kristín Vala Ragnarsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir en þau hafa setið í stjórn fyrirtækisins frá árinu 2017.

Á fundinum var jafnframt samþykkt tillaga stjórnar um að greiddur yrði arður til ríkisins, sem er eigandi fyrirtækisins, upp á 1,5 milljarð. Hagnaður Landsvirkjunar í fyrra nam 11,2 milljörðum króna samanborið við 6,7 milljarða árið áður. Staðan er því sterk hjá fyrirtækinu og er viðbúið að greiddur verði út meiri arður á komandi árum.

Lesa má ársskýrslu Landsvirkjunar hér.

Varamenn í stjórninni eru Jens Garðar Helgason, Ragnar Óskarsson, Ásta Pálmadóttir, Hákon Hákonarson og Arna Ír Gunnarsdóttir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Landsvirkjun eykur hagnað sinn umtalsvert

Stjórnsýsla

Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði

Innlent

Ásta Þöll og Elísabet til liðs við Advania

Auglýsing

Nýjast

Hagvöxtur í Kína í áratugalágmarki

Þóranna ráðin markaðsstjóri SVÞ

Í samstarf við risa?

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing