Jóna Kristín er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og stjórnun frá Syddansk Universitet. Jóna Kristín hefur áður starfað hjá Frigus, Atlanta, Wow Air og Innnes.
Orkusvið N1 telur nú átta starfsmenn og hefur vægi þess aukist hratt frá stofnun þess árið 2020. Hlutverk þess er meðal annars að halda utan um sölu N1 á raforku og rafhleðslustöðvum, en fimmtungur af allri orku sem N1 seldi í fyrra var talin umhverfisvæn.
N1 gerir ráð fyrir að sala á umhverfisvænum orkugjöfum verði ein af aðaltekjustoðum fyrirtækisins innan örfárra ára og því hefur verið unnið markvisst að því að styrkja þennan hluta starfseminnar á undanförnum misserum.
„Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Jónu Kristínu til starfa. Hún hefur víðtæka reynslu og menntun sem á eftir að koma að góðum notum á orkusviðinu, ekki síst í ljósi síaukinnar áherslu á raforku í starfsemi N1. Með ráðningu Jónu munum við ekki aðeins geta sótt fram heldur jafnframt veitt núverandi viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu við orkuskipti sín,“ segir Einar Sigursteinn Bergþórsson, forstöðumaður orkusviðs N1.