Jóna Kristín er með BSc gráðu í við­skipta­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík og meistara­gráðu í al­þjóða­við­skiptum og stjórnun frá S­yddansk Uni­versitet. Jóna Kristín hefur áður starfað hjá Frigus, At­lanta, Wow Air og Inn­nes.

Orku­svið N1 telur nú átta starfs­menn og hefur vægi þess aukist hratt frá stofnun þess árið 2020. Hlut­verk þess er meðal annars að halda utan um sölu N1 á raf­orku og raf­hleðslu­stöðvum, en fimmtungur af allri orku sem N1 seldi í fyrra var talin um­hverfis­væn.

N1 gerir ráð fyrir að sala á um­hverfis­vænum orku­gjöfum verði ein af aðal­tekju­stoðum fyrir­tækisins innan ör­fárra ára og því hefur verið unnið mark­visst að því að styrkja þennan hluta starf­seminnar á undan­förnum misserum.

„Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Jónu Kristínu til starfa. Hún hefur víð­tæka reynslu og menntun sem á eftir að koma að góðum notum á orku­sviðinu, ekki síst í ljósi sí­aukinnar á­herslu á raf­orku í starf­semi N1. Með ráðningu Jónu munum við ekki að­eins geta sótt fram heldur jafn­framt veitt nú­verandi við­skipta­vinum okkar enn betri þjónustu við orku­skipti sín,“ segir Einar Sigur­steinn Berg­þórs­son, for­stöðu­maður orku­sviðs N1.