Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur ráðið Jón Finnbogason sem rekstrarstjóra Netveitu sem er eining innan Þjónustulausna Origo. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Jón starfaði áður sem vörustjóri hjá Símanum þar sem hann sá meðal annars um verðstýringu og rekstur á fjölbreyttu vöruframboði á fyrirtækjamarkaði. Þá hefur hann einnig unnið sem verkefnastjóri hjá Kaupþingi. Jón lauk masters gráðu frá CBS í Kaupmannahöfn í upplýsingastjórnun.

„Sérfræðiþekking starfsfólks Origo gerir okkur Netveituna í raun ráðgjafaeiningu þar sem við leysum fjarskipta- og netöryggisþarfir viðskiptavina. Mér finnst þetta mjög spennandi að fara með reynslu úr fjarskiptaheiminum enn dýpra í upplýsingatæknina og netöryggið með Origo. Samstarf við Syndis gerir okkur svo kleift að bjóða uppá heildstæðar lausnir í upplýsingatækni svo viðskiptavinir geti dafnað í sinni eigin starfsemi,“ segir Jón.