Innlent

Jón Ólafur tekur við keflinu af Margréti

Jón Ólafur hefur setið í stjórn SVÞ síðastliðin tvö ár. Fréttablaðið/Vilhelm

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís var kjörinn formaður Samtaka verslunar og þjónustu á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í dag á Hilton Nordica en hann hefur setið í stjórn SVÞ í tvö ár. Á fundinum lét Margrét Sanders af störfum sem formaður.

Alls bárust sjö framboð um almenna stjórnarsetu en kosið var um fjögur sæti fyrir kjörtímabilið 2019-2021. Á fundinum var lýst kjöri fjögurra meðstjórnenda, en þeir eru Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Íslandspósts, Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint ehf., Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar og Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku ehf. 

Elín Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðssviðs Eimskips og Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri Samkaupa sitja áfram í stjórn.

Haft er eftir Jóni ÓIafi í fréttatilkynningu að miklar áskoranir séu framundan í stafrænni verslun og sjálfvirknivæðingu. Hann vilji gjarnan leggja sitt af mörkum og taka þátt í þeirri vinnu sem er að móta umhverfi verslunar og þjónustu til næstu framtíðar.

„Samtök verslunar og þjónustu hafa á undanförnum árum barist fyrir mörgum stórum hagsmunamálum fyrir neytendur s.s. afnám vörugjalda og tolla. Ég mun leggja áherslu á að samtökin haldi áfram á þeirri braut að auka frelsi í viðskiptum, draga úr opinberum umsvifum og að þeim verkefnum verði útvistað í auknum mæli til einkafyrirtækja og ekki síst, að berjast gegn félagslegum undirboðum og svarti atvinnustarfsemi”.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Bætti við sig í Marel fyrir 550 milljónir

Innlent

Gert að greiða slita­búi Lands­bankans 30 milljónir evra

Innlent

Tanya Zharov kemur ný inn í stjórn Sýnar

Auglýsing

Nýjast

JP Morgan notast við taugavísindi í ráðningum

Fjárfestar setja skilyrði um #MeToo ákvæði

4,4 milljóna gjald­þrot pítsu­staðar

„Berja bumbur með slagorðum úr kommúnískri fortíð“

Segir skilninginn ríkari hjá norskum stjórn­mála­mönnum

Worldpay selt fyrir 43 milljarða dala

Auglýsing