Jón Sigurðsson lætur af störfum sem forstjóri Össurar eftir 26 ár í starfi. Sveinn Sölvason hefur verið ráðinn nýr forstjóri fyrirtækisins og mun taka við þann 1. apríl 2022. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Í tilkynningunni kemur fram að stjórn félagsins vilji þakka Jóni fyrir vel unnin störf.

„Hann er öflugur leiðtogi með skýra sýn og hefur leitt fyrirtækið síðan 1996. Undir hans stjórn hefur Össur vaxið sem fyrirtæki og orðið leiðandi í alþjóðlega heilbrigðishjálpartækjageiranum," segir Niels Jacobsen, stjórnarformaður fyrirtækisins.

Sveinn Sölvason nýr forstjóri fyrirtækisins hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2009 og gengt stöðu fjármálastjóra frá 2013.

Í tilkynningunni segir Jón að það hafi verið sannur heiður að hafa leitt fyrirtækið í öll þessi ár.

„Ég vil óska Sveini innilega til hamingju með nýtt starf. Það hefur verið sannur heiður að hafa gengt þessu starfi í 26 ár. Ég hef verið svo lánssamur að ég hef unnið með frábæru fólki og þjónustað frábæra viðskiptavini. Ég hlakka mikið til að fylgjast með vexti Össurar á komandi árum."

Sölvi segir að hann sé þakklátur fyrir tækifærið og það traust sem honum hafi verið sýnt.

„Ég kann virkilega að meta það traust sem mér hefur verið sýnt og hlakka virkilega til að takast á við þetta nýja verkefni."