Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðingur Ís­lands­banka, segist vera hóf­lega bjart­sýnn á að á­kall Seðla­bankans um að teknar verði á­byrgar á­kvarðanir í at­vinnu­lífi, á vinnu­markaði og í ríkis­fjár­málum, gangi eftir. Þetta sagði hann í sjón­varps­þættinum Markaðinum sem sýndur var á Hring­braut í gær­kvöldi.

Peninga­stefnu­nefnd Seðla­bankans til­kynnti í gær­morgun að stýri­vextir yrðu hækkaðir um 1 prósentu­stig og eru stýri­vextir því nú 3,75 prósent.

Í yfir­lýsingu Peninga­stefnu­nefndar kom fram að á­kvarðanir í at­vinnu­lífi, á vinnu­markaði og í ríkis­fjár­málum muni skipta miklu máli um hversu hátt vextir þurfi að fara.

„Þetta á­kall nefndarinnar er at­hyglis­vert. Þau hafa stundum áður talað um þýðingu vinnu­markaðarins og hlut­verk hans í hag­stjórninni og það sama á við ríkis­fjár­málin. En það er ný­lunda að kalla svo á­kveðið eftir þessari breiðu sam­stöðu fyrir­tækjanna, hreyfingar launa­fólks og hins opin­bera um að hjálpa Seðla­bankanum að ná tökum á verð­bólgunni,“ segir Jón Bjarki en bætir við að hægt sé að taka heils hugar undir á­kall bankans.

„Til þess að verð­bólgan hjaðni að nýju eftir að skellirnir eftir Co­vid og stríðið í Úkraínu hafa dunið á okkur verður að tryggja að há verð­bólga festist ekki í sessi. En við sjáum það meðal annars í við­brögðum verka­lýðs­hreyfingarinnar að þau vilja að minnsta kosti ekki taka á sig megin­þungann af þessum byrðum og vilja meina að það sé fremur hlut­verk stjórn­valda og fyrir­tækjanna.“

Jón Bjarki segir auk þess að ríkis­stjórnin hafi kynnt á­ætlanir til að draga fyrr úr halla á fjár­lögum heldur en á­ætlað var.

„Hallinn í fyrra var góðu heilli minni en út­lit hafði verið fyrir og það var annars vegar vegna þess að Co­vid að­gerðir þurftu ekki að verða eins um­fangs­miklar og á­ætlanir höfðu gert ráð fyrir og hins vegar vegna þess hversu vel hag­kerfið tók við sér. En ég get tekið undir það sem Seðla­bankinn segir að ef hann er að­eins einn í að­gerðum um að ná tökum á verð­bólgunni og ef aðilar vinnu­markaðarins og stjórn­völd skella á­byrgðinni á bankann þá þurfa vextir að hækka meira en ella.“

Greiningar­deildir bankanna höfðu spáð að stýri­vextir myndu hækka á bilinu 0,5 til 1,0 prósentu­stig. Greining Ís­lands­banka var með bjart­sýnustu spána en bankinn spáði 0,5 prósentu­stiga hækkun.

Að­spurður hvers vegna spáin hafi verið svo bjart­sýn segir Jón Bjarki að þau hafi van­metið hversu ríkan vilja peninga­stefnu­nefndin hefði til að koma böndum á verð­bólgu­væntingar.

„Við vorum að vega saman annars vegar verð­bólgu­væntingarnar sem hafa hríð­versnað og þar er okkar spá keim­lík spá Seðla­bankans en horfurnar um á­fram­haldið eru vissu­lega tví­sýnar. Á móti vegur svo að á­hrif peninga­stefnunnar á í­búða­lána­markað eru orðin sterkari en áður og ýmis inn­lend fyrir­tæki eru enn í við­kvæmri stöðu eftir tveggja ára far­aldur. Maður átti von á því að þeir myndu dreifa hækkunar­taktinum meira en það kom á daginn að mestu á­hyggjur Seðla­bankans eru af því að missa stjórn á verð­bólgu­væntingum.“