Markaðurinn

Jón hættir í stjórn Refresco í lok mánaðarins

Jón Sigurðsson hefur setið í stjórn Refresco frá apríl 2009.

Jón Sigurðsson mun hætta í stjórn evrópska drykkjaframleiðandans Refresco Group í lok mánaðarins eftir níu ára stjórnarsetu. Gert er ráð fyrir að yfirtaka fjárfestingarsjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á drykkjaframleiðandanum gangi í gegn 29. mars.

Um leið munu fimm stjórnarmenn stíga til hliðar, en tveir munu eiga áfram sæti, að því er fram kom á hluthafafundi Refresco í síðustu viku.

Jón er stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Stoða sem fer með 8,9 prósenta hlut í Refresco. Félagið mun við yfirtökuna selja allan eignarhlut sinn fyrir um það bil 144 milljónir evra sem jafngildir um 17,7 milljörðum króna.

Laun Jóns fyrir stjórnarsetuna í Refresco hækkuðu um ríflega sex prósent á síðasta ári og námu 55.800 evrum, sem jafngildir 6,8 milljónum króna, borið saman við 52.500 evrur árið 2016.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Markaðurinn

Bjarnheiður Hallsdóttir nýr formaður SAF

Erlent

Zucker­berg fær hvatningu frá stofnanda netsins

Innlent

Ljósleiðari inn á öll heimili í Árborg

Auglýsing
Auglýsing