Jón Guðmann Pétursson hefur sagt sig úr bankaráði Landsbankans. Þetta kemur fram á heimasíðu Landsbankans. 

Jón Guðmann var fyrst kjörinn í bankaráð Landsbankans hf. í apríl 2016. Hann var forstjóri Hampiðjunnar á árunum 2002 til 2014 og hefur setið í stjórnum fjölmargra innlendra og erlendra fyrirtækja. 

Umdeild var ákvörðun bankaráðs um að hækka laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, um 17 prósent í um 17 prósent í fyrra. Hækkunin kom innan við ári frá annarri launahækkun bankastjórans sem fékk hækkun upp á tæpar 1,2 milljónir á mánuði 1. júlí 2017.

Á fundi bankaráðs Landsbankans í byrjun mars var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2019, þar sem ekki hefur gefist nægur tími til að ganga frá endanlegum tillögum fyrir fundinn. Ákveðið var að halda aðalfundinn 4. apríl.