Innlent

Jón Ásgeir býður sig fram í stjórn Haga

Hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir. Fréttablaðið/Vilhelm

Sjö hafa gefið kost á sér til setu í stjórn Haga  sem skal skipuð fimm einstaklingum. Á meðal þeirra er Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir en hann er ekki á lista tilnefningarnefndar. Verður hluthafafundurinn haldinn 18. janúar.

Markaðurinn greindi frá því í vikunni að Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi Fréttablaðsins, myndi tefla fram stjórnarmanni í kjörinu en félög í hennar eigu eiga um fimm prósenta hlut í Högum, stærsta smásölufyrirtæki landsins. Jón Ásgeir Jóhannesson er eiginmaður hennar.

Sjá einnig: Samherji teflir fram Eiríki í stjórn Haga

Kristín Friðgeirsdóttir, stjórnarformaður, og Sigurður Arnar Sigurðsson, varaformaður stjórnar, gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. 

Eftirtaldir einstaklingar gefa kost á sér samkvæmt tilkynningu frá Högum:

Davíð Harðarson, fjármálastjóri Nordic Visitor
Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri Slippsins Akureyri
Erna Gísladóttir, forstjóri og eigandi BL ehf. Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands
Kristján Óli Níels Sigmundsson, bifreiðastjóri og fjárfestir
Stefán Árni Auðólfsson, lögmaður hjá LMB lögmönnum.

Í frétt Markaðarins frá því á miðvikudaginn kom fram að  Eiríkur S. Jóhannsson, sem er stjórnarformaður Samherja, sæktist eftir kjöri í stjórn Haga en Samherji fer með 9,22 prósenta hlut í Högum.

Þá kom einnig fram í fréttinni að Kristín Friðgeirsdóttir, núverandi stjórnarformaður smásölurisans, hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri í stjórn en hún hefur setið í stjórn Haga allt frá 2011.

Tilnefningarnefnd hefur farið yfir þau framboð sem bárust innan tiltekins frests og leggur hún til að Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Erna Gísladóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Stefán Árni Auðólfsson verði kosin í stjórn félagsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Krist­rún Tinna ráðin til Ís­lands­banka

Innlent

Við­ræðurnar loka­til­raun til að bjarga WOW

Innlent

Icelandair Group hækkar um meira en fjórðung

Auglýsing

Nýjast

Icelandair Group hefur viðræður við WOW air

Tekjur Isavia jukust um tíu prósent á milli ára

Nær helmingur við­skipta­krafna ISAVIA er gjald­fallinn

Ingi­mundur lætur af for­mennsku ISAVIA

Big Short-fjár­festir veðjar gegn bönkum í Kanada

Sam­eining lækkaði kostnað Festar um hálfan milljarð

Auglýsing