Sótt­varna­að­gerðir stjórn­valda hafa kallað á nýja nálgun í við­burða­haldi á Ís­landi og víðar. Ís­leifur Þór­halls­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Senu, segir að þann 19. desember muni ár­legir jóla­tón­leikar Björg­vins Hall­dórs­sonar fara fram venju sam­kvæmt – en með ó­hefð­bundnu sniði. Sjón­varps­áhorf­endum mun þannig gefast kostur á að horfa á tón­leikana gegn á­horfs­greiðslu, eða það sem kallast á ensku pay-per-view.

„Jóla­gestir Björg­vins verða haldnir í svo til fullri stærð. Þó auð­vitað gefi það tón­leikunum annan blæ að engir á­horf­endur séu í sal, er hægt að gera ýmis­legt í fram­leiðslu tón­leika sem eru bein­línis hannaðir fyrir sjón­varp sem ekki er hægt á tón­leikum með á­horf­endum,“ segir Ís­leifur. Hann segir að allir lista­menn sem haft hafi verið sam­band við hafi verið til­búnir að taka þátt í þessu til­rauna­verk­efni, þrátt fyrir að að­eins hafi verið hægt að tryggja þeim hluta þeirra launa sem vana­lega eru greidd.

„Lista­menn fá um það bil helming af því sem þeir myndu fá vana­lega. En fólk var til­búið að fá minna greitt til að geta gert eitt­hvað frekar en ekki neitt. Hins vegar munum við deila tekjunum með lista­mönnunum þegar náðst hefur upp í kostnað. Við náum því ef við seljum um 4-5.000 „miða“ á tón­leikana. Laun lista­manna byrja að hækka ef við náum að selja 6.000 miða og ef þetta slær í gegn og við náum að selja yfir 12 þúsund miða munu allir lista­menn svo fara að nálgast sömu tekjur af tón­leikunum eins og á venju­legu tón­leika­ári,“ segir Ís­leifur.

Um 110 þúsund heimili eru með af­ruglara frá öðru hvoru fjar­skipta­fyrir­tækjanna, en Sena á­ætlar að um 4.000 krónur muni kosta að horfa á tón­leikana. Miðar á Jóla­gesti Björg­vins kosta vana­lega um 10 til 15 þúsund krónur, en að sögn Ís­leifs hefur salan á tón­leikana síðast­liðin ár verið á bilinu 8 til 12 þúsund miðar. „Við viljum hafa þetta ó­dýrt svo sem flestir sjái sér fært að kaupa miða. Við sjáum svo fyrir okkur að stór­fjöl­skyldan gæti safnast fyrir framan skjáinn, upp að því marki sem sótt­varna­reglur leyfa hverju sinni. Í öllu falli er ó­dýrara að kaupa tón­leikana einu sinni fyrir stóran hóp fólks á 4.000 þúsund krónur heldur en að mæta öll saman í Laugar­dals­höllina. Um það verður ekki villst.“

Munu allir sem koma að tónleikunum fá greitt eins og venjulega ef 12 þúsund áskriftir seljast.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Á­samt tón­leika­haldi hefur fjöldi annars konar við­burða þurft að sitja á hakanum frá því í mars síðast­liðnum, svo sem ráð­stefnur og árs­há­tíðir. Svo vill til að slík til­efni eru einnig meðal þess sem Sena tekur að sér að skipu­leggja. Því voru góð ráð dýr fyrir Senu þegar öllu var skellt í lás fyrr á þessu ári. „Við á­kváðum strax að leita annarra lausna, því í okkar huga var ein­sýnt að þessar tak­markanir myndu verða lengi í gildi,“ segir Ís­leifur. Hann nefnir að þegar hafi Sena haldið fjar­árs­há­tíðir fyrir ís­lensk fyrir­tæki.

„Þar keyrðum við partí­pakka heim til allra starfs­manna sem inni­hélt skreytingar, mat og drykk. Svo hófst streymis­dag­skrá á netinu sem stóð yfir í um tvo tíma. Það höfðu f lestir á­kveðnar efa­semdir um þetta fyrir fram, en þetta heppnaðist vonum framar.“ Ís­leifur bendir einnig á að Sena hafi skipu­lagt Vestnor­d­en-ráð­stefnuna á þessu ári eins og undan­farin ár, nema að í þetta skiptið hafi ráð­stefnan farið al­farið fram á netinu.

Lítið stoðar að losa um samkomutakmarkanir ef það verður svo mögulega skellt í lás aftur. Ég held að það sé óskynsamleg stefna að sitja og bíða eftir þessu bóluefni eins og það sé rétt handan við hornið.

„Á þessa sýningu mæta vana­lega um 500 manns, en þetta er kaup­stefna þjónustu­aðila í ferða­þjónustu á Ís­landi, Græn­landi og Fær­eyjum. Við fengum gesti frá um 27 löndum inn á ráð­stefnuna og yfir 1.600 fundir voru haldnir í gegnum ráð­stefnu­við­mótið.“

Tón­listar­há­tíðin Iceland Airwa­ves var eðli máls sam­kvæmt slegin af í sínu hefð­bundna formi í ár. Há­tíðin verður hins vegar haldin án á­horf­enda og streymt á netinu dagana 15. til 16. nóvember undir nafninu Live From Reykja­vik og þar koma fram 16 ís­lenskar hljóm­sveitir og lista­menn. Meðal annars má þar nefna Of Monsters and Men, Ólaf Arnalds, Daða Frey og Gagna­magnið, Ás­geir og Emilíönu Torrini. Að­stæður eru með þeim hætti að stór hluti þeirra ís­lensku lista­manna sem öllu jafna eru staddir er­lendis er nú á Ís­landi. „Öll dag­skráin verður að­gengi­leg á Ís­landi í gegnum miðla RÚV. Þeir sem eru er­lendis geta keypt miða á vef­síðunni Dice.fm.“

Ís­leifur kallar eftir því að lang­tíma­á­ætlun verði gerð vegna bar­áttunnar við kóróna­veiruna. „Lítið stoðar að losa um sam­komu­tak­markanir ef það verður svo mögu­lega skellt í lás aftur. Ég held að það sé ó­skyn­sam­leg stefna að sitja og bíða eftir þessu bólu­efni eins og það sé rétt handan við hornið. Það er ekkert víst í þeim efnum og þess vegna verður að vera ein­hvers konar lang­tíma­á­ætlun í gangi, þannig að at­vinnu­starf­semi geti lagað sig að fyrir­sjáan­legum veru­leika.

Við erum heppin að búa á landi þar sem hlutirnir virka og fólkið við stjórn veit hvað það er að gera. Margt gott hefur verið gert síðan þetta skall á. Þessi veira er auð­vitað ó­líkinda­tól og raun­veru­leg ógn, en ég trúi ekki öðru en að það sé hægt að berjast gegn þessu með mark­vissari hætti og öðru en að beita flötum sam­komu­tak­mörkunum,“ segir Ís­leifur að endingu.