Jóhanna er viðurkenndur bókari og tollmiðlari og bætist við bókhaldsdeild fyrirtækisins en deildin samanstendur eftir ráðningu hennar af fjórum einstaklingum. Maggý mun verkefnastýra hinum ýmsu verkefnum, en þeirra á meðal er innleiðing Zoho hugbúnaðarkerfisins, bæði hjá viðskiptavinum Svars og innanhúss í fyrirtækinu. Maggý er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands.
„Ég er mjög spennt fyrir því að takast á við verkefnin hjá Svari og kem til með að nýta þekkingu mína í faglegri verkefnastjórnun, ásamt því að hafa ríka innsýn í hugbúnaðinn sem við seljum, vegna tæknilegrar þekkingar minnar úr námi og fyrri störfum. Næstu ár verða áhugaverð í okkar hraða og síbreytilega geira og ég hlakka til að leggja drög að þeim markmiðum okkar að hámarka notkun Zoho á Íslandi.“ segir Maggý Möller.
Zoho stefnir að því að verði ráðandi á markaðnum innan fimm ára og þar með stærri en samkeppnisaðilar, á borð við Microsoft, Oracle og Salesforce.
„Zoho hefur verið á markaðnum í tæp 30 ár og er notað af stórfyrirtækjum erlendis, líkt og Amazon, Netflix og Siemens, en í dag eru um 80 milljónir notenda á heimsvísu. Maggý kemur því sterk inn á markaðinn til að stuðla að því að sem flestir íslenskir notendur fái að njóta þess sem viðskiptalausnir Zoho hafa upp á að bjóða. Við hjá Svari erum stolt af því að hafa margar öflugar konur innanborðs og Jóhanna María og Maggý eru þar frábærar viðbætur,“ segir Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Svars.