Jóhanna er viður­kenndur bókari og toll­miðlari og bætist við bók­halds­deild fyrir­tækisins en deildin saman­stendur eftir ráðningu hennar af fjórum ein­stak­lingum. Maggý mun verk­efna­stýra hinum ýmsu verk­efnum, en þeirra á meðal er inn­leiðing Zoho hug­búnaðar­kerfisins, bæði hjá við­skipta­vinum Svars og innan­húss í fyrir­tækinu. Maggý er með BSc gráðu í tölvunar­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík og meistara­gráðu í verk­efna­stjórnun frá Há­skóla Ís­lands.

„Ég er mjög spennt fyrir því að takast á við verk­efnin hjá Svari og kem til með að nýta þekkingu mína í fag­legri verk­efna­stjórnun, á­samt því að hafa ríka inn­sýn í hug­búnaðinn sem við seljum, vegna tækni­legrar þekkingar minnar úr námi og fyrri störfum. Næstu ár verða á­huga­verð í okkar hraða og sí­breyti­lega geira og ég hlakka til að leggja drög að þeim mark­miðum okkar að há­marka notkun Zoho á Ís­landi.“ segir Maggý Möller.

Zoho stefnir að því að verði ráðandi á markaðnum innan fimm ára og þar með stærri en sam­keppnis­aðilar, á borð við Micros­oft, Orac­le og Sales­force.

„Zoho hefur verið á markaðnum í tæp 30 ár og er notað af stór­fyrir­tækjum er­lendis, líkt og Amazon, Net­flix og Siemens, en í dag eru um 80 milljónir not­enda á heims­vísu. Maggý kemur því sterk inn á markaðinn til að stuðla að því að sem flestir ís­lenskir not­endur fái að njóta þess sem við­skipta­lausnir Zoho hafa upp á að bjóða. Við hjá Svari erum stolt af því að hafa margar öflugar konur innan­borðs og Jóhanna María og Maggý eru þar frá­bærar við­bætur,“ segir Rúnar Sigurðs­son, fram­kvæmda­stjóri Svars.