Jóhann Óskar Borg­þórs­son flug­stjóri hefur tekið við sem yfir­flug­stjóri hjá PLAY. Frá þessu er greint í til­kynningu frá Play. Þar kemur fram að Jóhann er með rúm­lega 18 ára reynslu úr flug­geiranum en hann hefur starfað hjá Air At­lanta, Icelandair, WOW Air og Royal Bru­nei Air­lines áður en hann bættist við liðs­heildina hjá PLAY.

„Það er frá­bært að fá Jóhann í stjórn­enda­t­eymi flug­deildar PLAY. Hann hefur víð­tæka reynslu og það mun án efa koma að góðum notum að fá inn­sýn hans og þekkingu inn í okkar vinnu enda hefur Jóhann starfað í um 18 ár í flug­bransanum fyrir ýmis fé­lög, eins og Air At­lanta, Icelandair, WOW Air og síðast Royal Bru­nei Air­lines segir Finn­bogi Karl Bjarna­son, flug­rekstrar­stjóri PLAY, í til­kynningu.

Þar kemur einnig fram að Jóhann Óskar hafi setið áður í stjórn FÍA (Fé­lag ís­lenskra at­vinnu­flug­manna).

„Mér finnst dá­lítið eins og ég sé bara loksins kominn aftur heim eftir að hafa aflað mér frekari þekkingar og reynslu í hinum stóra heimi sem við opnum leiðir til fyrir okkar við­skipta­vini,“ segir Jóhann Óskar og bætir við: „enda eru fram undan skemmti­legar á­skoranir í upp­byggingu PLAY á nýjum mörkuðum.“