Jóhann Ingi Magnús­son kemur til að starfa sem sölu­stjóri fyrir­tækja- og ein­stak­lings­markaða hjá Orku náttúrunnar þar sem hann mun koma að mótun stefnu og stýra sölu­teymi fyrir­tækisins.

Jóhann Ingi er með MBA gráðu frá Há­skóla Ís­lands en hann kemur frá bif­reiða­um­boðinu Heklu þar sem hann hefur meðal annars starfað við vöru­merkja- og sölu­stýringu á vöru­merkjum fyrir­tækisins. Jóhann hefur einnig starfað áður hjá Bíla­búð Benna við sölu og vöru­stýringu.

Hrafn Leó Guð­jóns­son tekur við starfi vöru­stjóra Orku náttúrunnar. Þar mun hann koma að fram­þróun þjónustu sem tengist snjall­mælum, orku­skiptum í sam­göngum og nýjum lausnum.

Hrafn Leó er með B.Sc. gráðu í raf­magns­tækni­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík en hann kemur frá Orku­veitu Reykja­víkur þar sem hann starfaði sem verk­efna­stjóri orku­skipta í sam­göngum. Hrafn Leó leiddi einnig hug­búnaðar- og ferla­þróun Snjall­mæla­væðingar Veitna. Áður starfaði hann hjá Secu­ritas sem sölu­stjóri og yfir­maður vöru­þróunar.

„Okkar mark­mið er að tryggja það að við munum á­fram eiga á­nægðustu við­skipta­vini á raf­orku­markaði. Til þess þurfum við að hafa rétta skipu­lagið og ráða inn starfs­menn sem koma með reynslu og þekkingu sem nýtist okkur til vaxtar. Orka náttúrunnar hefur verið leiðandi í upp­byggingu hleðslu­inn­viða frá árinu 2014. Mark­mið okkar er að veita fram­úr­skarandi þjónustu með öflugum hleðslu­lausnum þar sem allir geta hlaðið á auð­veldan hátt. Við viljum einnig bjóða upp á nýjar lausnir fyrir ein­stak­linga, hús­fé­lög og fyrir­tæki sem ein­falda þeim að taka stærri skref í átt að um­hverfis­vænna lífi. Hrafn Leó og Jóhann eru svo sannar­lega öflug við­bót við okkar teymi,“ segir Ingólfur Guð­munds­son for­stöðu­maður sölu- og við­skipta­þróunar ON.