Innlent

Jökulsárlón flýgur af stað

Icelandair tók í formlega notkun í dag fyrstu nýju Boeing 737 MAX flugvélina. Ber hún nafnið Jökulsárlón og er fyrsta af þeim 16 sem flugfélagið tekur í notkun á næstu þremur árum.

Jökulsárlón.

Flugfélagið Icelandair tók í morgun formlega í notkun fyrstu, nýju Boeing 737 MAX flugvélina af þeim 16 sem félagið hefur fest kaup á. 

Flogið var stutt hringflug yfir Ísland og lent á Reykjavíkurflugvélli þar sem starfsfólki Icelandair var boðið að kynna sér vélina, sem hefur fengið heitið Jökulsárlón. 

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Nýju vélar Icelandair verða notaðar í almennu áætlunarflugi flugfélagsins til áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. MAX-8 og MAX-9 taka 160 til 178 farþega og bætast þær við Boeing-757 og Boeing-767 flota félagsins á næstu þremur árum. 

Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair einkennir mikil rekstrarhagkvæmni þessa tilteknu. Eldsneytisnotkun hennar er þá umtalsvert minni en á eldri gerðum og viðhaldskostnaður sömuleiðis. 

Þær eiga einnig að vera hljóðlátari en fyrri gerðir. Síðustu vikurnar hafa sérfræðingar í tækniþjónustu Icelandair útbúið vélina í anda félagsins, sett í hana sæti, afþreyingarkerfi og annað sem farþegar Icelandair eiga að venjast.

Starfsfólk brosti blítt til ljósmyndara Fréttablaðsins, augljóstlega ánægt með þessa nýjustu viðbót í flugþota Icelandair.
Múgur og margmenni fylgdust með vélinni kljúfa háloftin.

Fyrstu farþegaflugin á MAX vélunum frá Boeing voru í maí á síðasta ári og er Icelandair meðal fyrstu flugfélaga til að taka þær í notkun. Um er að ræða nýja útgáfu af Boeing 737, sem eru mest seldu farþegaflugvélar allra tíma. MAX útgáfan hefur bætt um betur og engin flugvél í sögu Boeing hefur selst jafn hratt. Nú liggja fyrir pantanir í rúmlega 4.300 MAX þotur frá flugfélögum í 92 löndum.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

„Þetta eru ánægjuleg tímamót, upphafið að endurnýjun flugflota Icelandair sem er stórt og spennandi verkefni. Þessi flugvélagerð hentar leiðakerfi okkar einstaklega vel, gefur okkur tækifæri til að byggja upp nýja markaði og styrkja þá sem fyrir eru,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannsyni, forstjóra Icelandair, í fréttapósti frá flugfélaginu. 

Hér má sjá inn í flugvélina. Hér má sjá inn í flugvélina.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Í samstarf við risa?

Innlent

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Innlent

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing

Nýjast

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Varaformaðurinn kaupir fyrir fimm milljónir í Högum

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Auglýsing