Breska flugfélagið Jet2, sem rekur ferðaskrifstofuna Jet2 City Breaks, hefur tilkynnt að ferðir til Íslands muni halda áfram á næsta ári.

Félagið hóf ferðir til Íslands árið 2019 frá fimm flugvöllum í Bretlandi, Glasgow, Newcastle, Manchester, Birmingham og Leeds. Var áherslan sérstaklega á svokallaðar norðurljósaferðir. Í janúar síðastliðnum var tilkynnt að ferðum yrði fjölgað og bætt við flugferðum frá Stanstead-flugvelli í Lundúnum, Edinborg og Belfast. Vegna faraldursins varð ekkert af þeim áætlunum.

Ferðir félagsins eiga að hefjast strax í febrúar 2021 frá Glasgow, Leeds, Manchester, Birmingham og Newcastle. Í mars og apríl bætast Belfast, Edinborg, Lundúnir og Derby í hópinn.