Jensína Kristín Böðvarsdóttir hefur gengið til liðs við Valcon sem Associate Partner. Valcon er alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki með höfuðstöðvar í Danmörku og starfa u.þ.b. 300 starfsmenn hjá fyrirtækinu í verkefnum í yfir 40 löndum. Valcon hefur verið með starfsemi á Íslandi síðan 2012.

Áður var Jensína framkvæmdastjóri hjá Alvogen, VP Global Strategic Planning & HR, 2015 - 2018 og framkvæmdastjóri þróunar og mannauðs hjá Landsbankanum 2010 - 2015. Hún var forstöðumaður sölu á einstaklingssviði hjá Símanum 2007 - 2010. Jensína var framkvæmdastjóri mannauðssviðs og viðskiptaþróunar hjá IMG (nú Capacent) 2001 - 2004 og stýrði uppbyggingu ráðningarþjónustu Capacent, þá Gallup.

„Þegar Jensína var hjá Alvogen starfaði hún með Valcon teyminu að mörgum verkefnum, svo við þekkjum til hennar mjög vel. Hennar eldmóður, jákvæðni og stefnumótandi hugsun smellpassar við Valcon teymið og við erum mjög ánægð með að hún sé gengin til liðs við okkur“ er haft eftir Torben Nielsen Senior Partner hjá Valcon í fréttatilkynningu.