Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Jens tók við starfi framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs í janúar 2018 eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri tæknisviðs frá árinu 2011. Hann hefur starfað hjá Icelandair frá árinu 2006, fyrst sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá ITS, dótturfélagi Icelandair. Eftir það var hann forstöðumaður fjármála og rekstrar á tæknisviði Icelandair frá 2007 til 2010 en þá tók hann við starfi forstöðumanns varahluta- og innkaupadeildar. Jens er iðnaðarverkfræðingur og með M.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands.

Í tilkynningunni þakkar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, Jens kærlega fyrir unnin störf og óskar honum góðs gengis. Þá kveðst Jens vera þakklátur og stoltur af þeim störfum sem hann sinnti hjá félaginu.