Innlent

Jarð­boranir í sölu­ferli

Hundrað prósent hlutur á Jarð­borunum hf. er nú kominn í sölu­ferli. Fé­lagið er í eigu SF III, sem er fé­lag í rekstri Stefnis hf., einka­fjár­festa og starfs­manna.

Jarðboranir eru í eigu SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf., einkafjárfesta og starfsmanna. Mynd/Gunnar Svanberg Skúlason

Ákveðið hefur verið að hefja söluferli á 100% hlut í Jarðborunum hf. Jarðboranir eru í eigu SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf., einkafjárfesta og starfsmanna.

Sögu Jarðborana má rekja aftur til ársins 1945 þegar Jarðboranir ríkisins hófu starfsemi. Árið 1986 var fyrirtækið stofnað í núverandi mynd. Meginmarkmiðið með stofnun Jarðborana árið 1986 var að viðhalda og auka þá þekkingu sem hafði þegar myndast á Íslandi við jarðhitaboranir.

Jarðboranir eiga og reka sex stóra bora auk safns minni bora. Hjá félaginu starfa um 150 manns og á árinu 2018 er það með verkefni í fimm löndum í fjórum heimsálfum. Íslandsbanka hefur verið falin umsjón með söluferlinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Landsbankinn sýknaður af kröfum KSÍ

Innlent

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.

Hvalveiðar

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

„Yrsa er einn besti höfundur í heimi“

Erlent

Wells Far­go gert að greiða milljarðs dala sekt

Viðskipti

Milljarða yfirtaka þvert á vilja stærsta hluthafans

Ferðaþjónusta

Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti

Markaðurinn

Selja allt sitt í HB Granda fyrir 21,7 milljarða

Innlent

Landsliðsþjálfari og 66°Norður verðlaunuð

Auglýsing