Innlent

Jarð­boranir í sölu­ferli

Hundrað prósent hlutur á Jarð­borunum hf. er nú kominn í sölu­ferli. Fé­lagið er í eigu SF III, sem er fé­lag í rekstri Stefnis hf., einka­fjár­festa og starfs­manna.

Jarðboranir eru í eigu SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf., einkafjárfesta og starfsmanna. Mynd/Gunnar Svanberg Skúlason

Ákveðið hefur verið að hefja söluferli á 100% hlut í Jarðborunum hf. Jarðboranir eru í eigu SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf., einkafjárfesta og starfsmanna.

Sögu Jarðborana má rekja aftur til ársins 1945 þegar Jarðboranir ríkisins hófu starfsemi. Árið 1986 var fyrirtækið stofnað í núverandi mynd. Meginmarkmiðið með stofnun Jarðborana árið 1986 var að viðhalda og auka þá þekkingu sem hafði þegar myndast á Íslandi við jarðhitaboranir.

Jarðboranir eiga og reka sex stóra bora auk safns minni bora. Hjá félaginu starfa um 150 manns og á árinu 2018 er það með verkefni í fimm löndum í fjórum heimsálfum. Íslandsbanka hefur verið falin umsjón með söluferlinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ásta Þöll og Elísabet til liðs við Advania

Innlent

Þóranna ráðin markaðsstjóri SVÞ

Innlent

Í samstarf við risa?

Auglýsing

Nýjast

Hagvöxtur í Kína í áratugalágmarki

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Falla frá kaupréttum í WOW air

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Auglýsing