Innlent

Jarð­boranir í sölu­ferli

Hundrað prósent hlutur á Jarð­borunum hf. er nú kominn í sölu­ferli. Fé­lagið er í eigu SF III, sem er fé­lag í rekstri Stefnis hf., einka­fjár­festa og starfs­manna.

Jarðboranir eru í eigu SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf., einkafjárfesta og starfsmanna. Mynd/Gunnar Svanberg Skúlason

Ákveðið hefur verið að hefja söluferli á 100% hlut í Jarðborunum hf. Jarðboranir eru í eigu SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf., einkafjárfesta og starfsmanna.

Sögu Jarðborana má rekja aftur til ársins 1945 þegar Jarðboranir ríkisins hófu starfsemi. Árið 1986 var fyrirtækið stofnað í núverandi mynd. Meginmarkmiðið með stofnun Jarðborana árið 1986 var að viðhalda og auka þá þekkingu sem hafði þegar myndast á Íslandi við jarðhitaboranir.

Jarðboranir eiga og reka sex stóra bora auk safns minni bora. Hjá félaginu starfa um 150 manns og á árinu 2018 er það með verkefni í fimm löndum í fjórum heimsálfum. Íslandsbanka hefur verið falin umsjón með söluferlinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Seðla­bankinn greip inn í gjald­eyris­markaðinn

Innlent

Gjald­eyris­söfnun ekki verulegur á­hrifa­þáttur

Innlent

Níu milljóna gjald­þrot pítsu­staðar

Auglýsing

Nýjast

Bankarnir stæðu af sér mikil áföll

Sam­keppnis­yfir­völd harð­orð í garð Isavia

Festi hækkar afkomuspá sína

Úr­vals­vísi­talan lækkaði og krónan veiktist

Spáir gjald­þrotum flug­fé­laga í vetur

WOW til Vancouver

Auglýsing