Innlent

Jafn mikið lánað óverðtryggt og verðtryggt

Lífeyrissjóðirnir hafa verið umsvifamikilir í fasteignalánum.

Lífeyrissjóðirnir lánuðu jafn mikið óverðtryggt og verðtryggt til heimila í nóvember en þetta er í fyrsta sinn sem óverðtryggð lán hafa jafn mikið vægi og verðtryggð lán í útlánaukningu lífeyrissjóða til heimila. 

Í nýjum hagtölum Seðlabanka Íslands kemur fram að lífeyrissjóðirnir hafi lánað 6.631 milljón króna til heimila í nóvember. Það er heldur minni fjárhæð en í október þegar lánin námu 8.047 milljónum króna, og minni en í nóvember árið 2017 þegar þau námu rúmum 9 milljörðum.

Þar af voru 3.316 milljónir verðtryggðar en 3.315 milljónir óverðtryggðar. Útlánaaukningin var sem sagt helmingaskipt.

Frá því að lífeyrissjóðirnir hófu sókn á fasteignalánamarkaði árið 2015 hefur umfang verðtryggðra lána verið talsvert meira en óverðtryggðra. Til að mynda námu verðtryggð lán lífeyrissjóða til heimila 8,3 milljörðum króna í ágúst 2018 en óverðtryggð tæplega 2 milljörðum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Samsett hlutfall VÍS endaði í 98,5 prósentum

Innlent

Guide to Iceland stefnir inn á gistimarkaðinn

Innlent

Ásta Þöll og Elísabet til liðs við Advania

Auglýsing

Nýjast

Hagvöxtur í Kína í áratugalágmarki

Þóranna ráðin markaðsstjóri SVÞ

Í samstarf við risa?

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing