Með­stofnandi Twitter, Jack Dors­ey, hefur stigið til hliðar sem for­stjóri fyrir­tækisins. Nú­verandi yfir­maður tækni­mála hjá Twitter mun, Parag Agrawal, mun taka við af Dors­ey sem for­stjóri en hann hefur starfað hjá fyrir­tækinu síðan 2011.

Dors­ey, sem er 45 ára, stofnaði Twitter árið 2006 á­samt Noah Glass, Biz Stone og Evan Willi­ams og hafði hann ný­verið bæði gegnt stöðu for­stjóra Twitter og fjár­mála­þjónustu­fyrir­tækisins Square.

„Ég á­kvað að það væri loksins kominn tími fyrir mig að fara,“ sagði Dors­ey í tölvu­pósti til starfs­manna Twitter sem hann birti síðar á for­ritinu.

Hlutabréfin hækkuðu um 11 prósent

Dors­ey sagðist bera mikið traust til eftir­manns síns Parag og tími væri kominn fyrir hann að taka við sem leið­togi fyrir­tækisins. Þá tók hann það sér­stak­lega fram að á­kvörðunin að fara væri hans eigin.

„Ég vil að þið vitið öll að þetta var mín á­kvörðun og ég stend við hana. Hún var vissu­lega erfið fyrir mig, auð­vitað. Ég elska þessa þjónustu og þetta fyrir­tæki... og öll ykkar svo mikið. Ég virki­lega leiður en líka glaður. Það eru ekki mörg fyrir­tæki sem ná á þennan stað. Og það eru ekki margir stofn­endur sem velja fyrir­tækið sitt fram yfir egóið sitt. Ég veit að við munum sýna að þetta var rétta skrefið,“ sagði hann.

Verð hluta­bréfa Twitter hækkuðu um 11 prósent eftir að orð­rómar um fyrir­hugað brott­hvarf Dors­ey spruttu fram. Við­skipti með hluta­bréf fyrir­tækisins voru tíma­bundið stöðvuð á Wall Street í kjöl­farið en hafa nú haldið á­fram að nýju.