Ívar J. Arndal, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins hefur kært Arnar Sigurðsson, eiganda frönsku vefverslunarinnar Sante SAS fyrir meint skattsvik. Greint er frá þessu í Morgunblaðinuí dag, þar segir að ÁTVR telji Sante SAS innheimta 11% virðisaukaskatt af seldum vörum án þess að vera með sérstakt virðisaukaskattsnúmer. Fram kemur á vef Ríkisskattstjóra að virðisaukaskattsnúmer Sante SAS sé 140848, kemur það einnig fram á vef fyrirtækisins.

Segir í kærunni að umsvif fyrirtækisins bendi til þess að skattaundanskot nemi „verulegum fjárhæðum“. Þá hefur ÁTVR kallað eftir því að leyfi Santewines ehf. til áfengisinnflutnings verði ekki endurýjað, en núgildandi leyfi rennur út í desember.

Netverslun með áfengi frá erlendum vefverslunum hefur verið heimil í áraraðir á grundvelli EES-samningsins, Sante er sú fyrsta sem kemur sér upp lager hér á landi þar sem vörur eru tilbúnar til afgreiðslu samdægurs.