Eitt af mál­efnum ráð­stefnunnar var sjálf­bærni og fram­tíðar­öryggi í mat­væla­fram­leiðslu. Í þeirri um­ræðu var fjallað um fram­tíð próteina en á­hyggjur hafa vaknað um ó­sjálf­bærni og ó­um­hverfis­væna fram­leiðslu á próteinum í heiminum í dag.

Á ráð­stefnunni var einnig horft til fram­tíðar og hvort nóg sé af próteinum til að fæða alla heims­byggðina. Kynntur var fram­tíðar­diskur próteins (e. Fu­ture plate of prot­ein) og urðu fjórar vörur fyrir valinu, þar á meðal ís­lenski drykkurinn Collab.

Á­samt Collab var boðið upp á hrökk­brauðið, Havsnac­ken, unnið úr þara frá sænska fyrir­tækinu Nor­dic SeaFarm, ostur unninn úr gerjuðum linsu- og kjúk­linga­baunum frá sænska fyrir­tækinu Stockeld Drea­mery og að lokum var boðið upp á ham­borgara unninn úr skor­dýra­próteini sem er fram­leiddur af franska fyrir­tækinu Ÿnsect.

Það vakti at­hygli að markaðs­leiðandi fyrir­tæki á Ís­landi væri að vinna með ný­sköpunar­fyrir­tæki en Öl­gerðin þróaði drykkinn Collab í sam­starfi með Feel Iceland en eitt af aðal­hrá­efnunum er kolla­gen prótein.

"Það sem vakti at­hygli hjá World Economic Forum er sú ný­sköpun sem hefur átt sér stað þar sem við notum áður van­nýtt hrá­efni til þess að gera há­gæða kolla­gen prótein. Einnig vakti at­hygli sam­starf Feel Iceland og Öl­gerðarinnar sem leiddi af sér einn vin­sælasta drykk Ís­lands þar sem eitt aðal­inni­halds­efnið er unnið úr ís­lensku fisk­roði. Það hafa komið margar góðar hug­myndir um betri nýtingu og sjálf­bærari mat­vörur en það er ekki sjálf­gefið að slíkar vörur njóti jafn­mikilla vin­sælda og raun ber vitni með Collab. Það þykir merki­legt og vildi World Economic Forum vekja at­hygli á því á ráð­stefnunni", segir Hrönn Margrét Magnús­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Feel Iceland.