Ís­lenska fyrir­tækið Teatime Games gaf á dögunum út leik sem var um helgina vin­sælasta smá­forrit Banda­ríkjanna. Leikurinn heitir Trivia Roya­le og skaut smá­forritum á borð við Tiktok, Insta­gram og Mess­en­ger ref fyrir rass þegar hann hreppti fyrsta sæti á vin­sælda­lista smá­forrita í Banda­ríkjunum.

Fyrir­tækið er að uppi­stöðu sam­sett úr sama teymi og stóð að baki Qu­izUp spurninga­leiksins sem naut mikilla vin­sælda fyrir nokkrum árum. Að­eins 15 manns starfa hjá fyrir­tækinu sem er með höfuð­stöðvar sínar á Laugar­vegi 26.

Vin­sælasta smá­forritið

Trivia Roya­le svipar til Qu­izUp leiksins nema styðst við keppnis­fyrir­komu­lag líkt og það sem finnst í Fortni­te, þar sem að­eins einn stendur uppi sem sigur­vegari í hverri keppni.

„Nú um helgina eru fleiri Banda­ríkja­menn að hlaða leiknum niður en öppum allra þekktustu net­fyrir­tækja heims. Leikurinn, Trivia Roya­le, byrjaði á að ganga vel í Bret­landi þar sem hann var á topp tíu í liðinni viku en fór svo að dreifast á fullu um heiminn og um helgina fór hann í topp­sætið yfir far­síma­leiki í Banda­ríkjunum og upp úr há­degi í dag fór hann svo í topp­sætið í App stor­e heilt yfir,“ segir í til­kynningu frá Teatime Games.

Það kostar ekkert að spila Trivia Roya­le en hægt er að kaupa hluti í leiknum sem skapar Teatime tekjur. Hægt er að niður­hala leiknum á Ís­landi.

Trivia Royale á toppi vinsældalistans.