Það getur verið kostur að skoða fýsi­leika þess að búa til nýtt og dýrt bókunar­kerfi fyrir gisti­staði á Ís­landi í sam­keppni við hina er­lendu risa, en fyrsta skrefið hlýtur að vera að vinna að því að há­marka nýtingu þeirra lausna sem þegar standa ís­lenskum ferða­þjónustu­fyrir­tækjum til boða í starfrænum heimi.

Þetta segir Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjónustunnar, um hug­myndir um sér­ís­lenskt bókunar­kerfi fyrir gisti­staði. Slík bókunar­kerfi hafa verið til um­ræðu að undan­förnu vegna markaðs­hlut­deildar bókunar­kerfa á borð við Booking og Expedia hér á landi.

Ó­víst hvort hug­myndirnar séu raun­hæfar

Fyrir­tækin borga ekki skatta eða önnur gjöld hér á landi en á­ætlað er að sölu­þóknanir Booking vegna sölu gistingar á Ís­landi nemi að minnsta kosti fimm milljörðum króna á ári. Þá taka fyrir­tækin að sér fimm­tán prósenta þóknun af heildar­kostnaði gistingar og segir ferða­mála­stofa margt benda til þess að markaðs­hlut­deild Booking hafi náð yfir fimm­tíu prósentum.

Jóhannes Þór vill leita annarra leiða og segir sér­ís­lenskt bókunar­kerfi „tölu­vert flóknara mál en það hljómar“.

„Í raun hefur engum grunnspurningum verið svarað sem nauð­syn­legar eru til að átta sig á hvort slíkt sé yfir höfuð fýsi­legt. Til dæmis hve stóra markaðs­hlut­deild slíkt kerfi ætti að stefna á, með hvaða hætti það ætti að ná til kúnnans um­fram stærri og öflugri al­þjóð­legar bókunar­vélar, hvað markaðs­setning þess myndi kosta og hver ætti að borga þann kostnað?“ segir Jóhannes á Face­book.

Ýmsar leiðir standi til boða

Í Frétta­blaðinu í dag sagðist Jóhannes vilja leggjast í greiningu á um­ræddu bókunar­kerfi, auk þess sem Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir ferða­mála­ráð­herra benti á að á­hættu­samt geti verið að stofna bókunar­þjónustu til höfuðs þeim er­lendu. Jóhannes tekur undir þetta og segir að ýmsar aðrar leiðir séu færar. Staf­ræn markaðs­setning sé þar ofar­lega á blaði.

„Fyrsta leiðin til að auka fjöl­breytni í bókunar­leiðum gisti­staða er því að auka þekkingu innan fyrir­tækjanna sjálfra á staf­rænni markaðs­setningu og bæta nýtingu á þeim mögu­leikum sem þar standa til boða í dag. SAF hefur bent á þetta,“ segir hann.

Þá megi heldur ekki gleyma því að markaðs­setningar­leiðir séu ekki einungis staf­rænar. „Rétt er að huga líka vel að hefð­bundinni markaðs­setningu gisti­staða, t.d. sam­starfi við ferða­skrif­stofur. Hluti af um­ræðunni um OTA's hefur snúist um að um­boðs­launin leiti úr landi, og eitt af því sem heldur um­boðs­laununum innan­lands er sam­starf við inn­lendar ferða­skrif­stofur.“

Ýmislegt er nú rætt um möguleika á séríslensku bókunarkerfi fyrir gististaði. Það er vissulega hugmynd sem komið hefur...

Posted by Jóhannes Þór on Monday, August 12, 2019