Lífeyrissjóðir frá öllum Norðurlöndum og Bretlandi hafa myndað með sér loftslagsbandalag þar sem ákveðið er að veita 130 milljörðum Bandaríkjadollara, eða 16,8 billjónir króna, til loftslagsmála og fjárfestinga í tengslum við verkefni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030.

COP26_frettabladid.png

Áform bandalagsins voru kynnt formlega á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow í morgun að viðstöddum forsætisráðherrum Íslands, Færeyja, Grænlands, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og forseta Finnlands og fulltrúa breskra stjórnvalda.

Kattrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpað fundinn og lýsti yfir ánægju með þann áhuga sem lífeyrissjóðir hér á landi sýndu verkefninu.

Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra lífeyrissjóða segir að íslenskir lífeyrissjóðir hefðu sett sér það markmið að árið 2030 yrðu 30 prósent af þjóðarframleiðslu Íslands grænar fjárfestingar.

,,Þetta er gríðarlega mikilvægt framtak af hálfu lífeyrissjóðanna, enda er eðlileg krafa að það fjármagn sem við fjárfestum í framtíð okkar eigi ekki að grafa undan henni á sama tíma,“ segir Tinna Hallgrímsdóttir formaður Ungra Unhverfissinna á Íslandi sem situr fundinn.