Markaðurinn

Íslenski markaðurinn í erlenda vísitölu

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar Stefán Karlsson

MSCI, eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, hefur hleypt af stokkunum nýrri vísitölu fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Markaðinn að þetta sé í fyrsta skipti sem erlend fyrirtæki ýti úr vör vísitölu fyrir íslenska markaðinn. Ef fram fer sem horfi muni FTSE einnig kynna til leiks vísitölu fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn. „Þetta eru söguleg tíðindi að því leyti. Við að koma inn í mengi þessara fyrirtækja,“ segir hann.

„Þetta er merki um aukna eftirspurn eftir því að fjárfesta á Íslandi og MSCI er að bregðast við henni. Í framhaldinu ætti þetta að auka frekar eftirspurn eftir hlutabréfum hérlendis,“ segir Páll og nefnir að losun gjaldeyrishafta leiki stórt hlutverk í auknum áhuga erlendra vísitölufyrirtækja. Íslenska MSCI-vísitalan ber nafnið MSCI Iceland Investable Market Index og samanstendur af ellefu fyrirtækjum. Hún fellur undir hatt landa sem eru skör neðar en nýmarkaðsríki, þar á meðal eru Argentína, Líbanon og Kúveit.

„Eftir því sem tíminn líður komumst við í hærri flokk. Þetta er eins og með lánshæfismat, það batnar með því að sýna góðan árangur,“ segir Páll. „Við teljum að við séum komin inn fyrir þröskuldinn hjá MSCI og að næsta skref sé að komast í fleiri vísitölur.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Nýsköpun

Erlendir sjóðir fjárfestu fyrir 420 milljónir króna í Takumi

Viðskipti

Vilhjálmur með hálfan milljarð í eigið fé

Auglýsing

Nýjast

170 milljónir farið í styrk­veitingar vegna „Brot­hættar byggðar“

Lág­gjalda­flug­fé­lögin í Evrópu sýna tennurnar

Leigusalar í mál við House of Fraser

Telia kaupir Bonnier fyrir 106 milljarða króna

Stjórnendur stálrisa sóttir til saka

Minni fólksfjölgun á milli ára

Auglýsing