Markaðurinn

„Íslenska krónan er hin raunverulega ógn“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Fréttablaðið/Eyþór

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í setningarræðu flokksþings Viðreisnar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ að íslenska krónan væri hin raunverulega ógn sem að Íslendingum steðjaði. Hún fór í ræðu sinni yfir stutta ríkisstjórnartíð flokksins og sagði hana hafa sýnt að Viðreisn væri hamhleypa til verka og að orðum flokksins fylgdu athafnir. „Við höfum sýnt og sannað að Viðreisn er komin til að vera.“

Gagngerar breytingar þurfa að sögn Þorgerðar Katrínar að koma til á tilteknum sviðum samfélagsins. Í því samhengi nefndi hún gjaldmiðlamál. „Við sjáum hálfvelgjuna vegna EES-samningsins, þessa mikilvægasta alþjóðasamnings sem við Íslendingar höfum undirgengist, viðhald sérreglna í landbúnaði og algjört metnaðarleysi í húsnæðismálum,“ sagði hún.

Þorgerður Katrín hélt áfram og sagði að nú værum við að upplifa smám saman „grátkór útflutningsatvinnuveganna“ vegna erfiðrar stöðu þegar fólk viðurkenndi, að minnsta kosti í bakherbergjum, að íslenska krónan væri vandamálið. „Íslenska krónan er hin raunverulega ógn,“ sagði hún og talaði um hana sem safngrip.

Hún sagði að samt mætti varla ræða gjaldeyrismálin. „Þetta er algjör farsi. Svo á að nýta sér ástandið; skammsýna stjórnmálamenn og samúð almennings til að leggja minna að mörkum til samfélagsins og búa þannig í haginn fyrir næstu dýfu krónunnar. Dýfu sem útflutningsgreinarnar munu svo hagnast mest á á meðan almenningi blæðir. Og þannig gengur þetta hring eftir hring,“ sagði hún og bætti við að þetta ætlaði Viðreisn sér að stöðva. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Valitor hvetur fólk til að opna ekki svika­pósta

Innlent

Síminn varar við svikapóstum

Innlent

Hætta að rukka í Hval­fjarðar­göng í septem­ber

Auglýsing

Sjá meira Markaðurinn

Markaðurinn

Svigrúm að myndast til að slaka á höftunum

Innlent

Þau sóttu um starf að­stoðar­seðla­banka­stjóra

Innlent

Aukinn útflutningur á hrossum

Innlent

Bónusgreiðslur hífðu upp forstjóralaun

Markaðurinn

Bjarnheiður Hallsdóttir nýr formaður SAF

Erlent

Zucker­berg fær hvatningu frá stofnanda netsins

Auglýsing