Markaðurinn

„Íslenska krónan er hin raunverulega ógn“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Fréttablaðið/Eyþór

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í setningarræðu flokksþings Viðreisnar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ að íslenska krónan væri hin raunverulega ógn sem að Íslendingum steðjaði. Hún fór í ræðu sinni yfir stutta ríkisstjórnartíð flokksins og sagði hana hafa sýnt að Viðreisn væri hamhleypa til verka og að orðum flokksins fylgdu athafnir. „Við höfum sýnt og sannað að Viðreisn er komin til að vera.“

Gagngerar breytingar þurfa að sögn Þorgerðar Katrínar að koma til á tilteknum sviðum samfélagsins. Í því samhengi nefndi hún gjaldmiðlamál. „Við sjáum hálfvelgjuna vegna EES-samningsins, þessa mikilvægasta alþjóðasamnings sem við Íslendingar höfum undirgengist, viðhald sérreglna í landbúnaði og algjört metnaðarleysi í húsnæðismálum,“ sagði hún.

Þorgerður Katrín hélt áfram og sagði að nú værum við að upplifa smám saman „grátkór útflutningsatvinnuveganna“ vegna erfiðrar stöðu þegar fólk viðurkenndi, að minnsta kosti í bakherbergjum, að íslenska krónan væri vandamálið. „Íslenska krónan er hin raunverulega ógn,“ sagði hún og talaði um hana sem safngrip.

Hún sagði að samt mætti varla ræða gjaldeyrismálin. „Þetta er algjör farsi. Svo á að nýta sér ástandið; skammsýna stjórnmálamenn og samúð almennings til að leggja minna að mörkum til samfélagsins og búa þannig í haginn fyrir næstu dýfu krónunnar. Dýfu sem útflutningsgreinarnar munu svo hagnast mest á á meðan almenningi blæðir. Og þannig gengur þetta hring eftir hring,“ sagði hún og bætti við að þetta ætlaði Viðreisn sér að stöðva. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Lúxemborgarar fjárfesta í Borealis

Innlent

Tvö atriði af fjórum ekki lengur til skoðunar

Innlent

Á kafi í umbreytingu á rekstri fyrirtækja

Auglýsing

Nýjast

Fátt betra en hljóð stund í garðinum með mold undir nöglunum

Félag Péturs í Eykt hagnast um 2,2 milljarða

Bank­a­stjór­i Dansk­e seg­ir af sér í skugg­a pen­ing­a­þvætt­is

Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair

Safnaði 7,7 milljörðum

Varða Capital tapaði 267 milljónum í fyrra

Auglýsing