Ís­lenska aug­lýsinga­stofan hættir rekstri um mánaða­mótin eftir 32 ára starf­semi. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Ís­lensku aug­lýsinga­stofunni. Stofan hefur lengst af verið far­sæl í rekstri og fremst í flokki í fag­legri aug­lýsinga­gerð og árangurs­ríkri markaðs­setningu fyrir fjöl­mörg fyrir­tæki bæði hér innan­lands sem og er­lendis.

„Undan­farnir mánuðir og misseri hafa reynst stofunni afar erfiðir rekstrar­lega. Um síðustu ára­mót lauk lang­varandi og far­sælu sam­starfi Ís­lensku aug­lýsinga­stofunnar og Icelandair, en flug­fé­lagið hafði um ára­tuga skeið verið stærsti við­skipta­vinur stofunnar. Þá bætast við í kjöl­farið á­hrif kóróna­veiru far­aldursins sem juku enn frekar á sam­dráttinn og sér ekki fyrir endann á því. Við­ræður um endur­skoðun á leigu­samningi með hlið­sjón af breyttum rekstrar­for­sendum hafa því miður ekki borið við­unandi árangur,“ segir í frétta­til­kynningu frá aug­lýsinga­stofunni.

Jafn­vel þótt hag­rætt hafi verið í rekstri af krafti hefur því miður enn ekki tekist að afla nægi­legra nýrra verk­efna til að mæta þessu tekju­falli.

„Að vel í­grunduðu máli hafa eig­endur fé­lagsins því tekið þá þung­bæru en um leið ó­hjá­kvæmi­legu á­kvörðun að láta hér staðar numið. Stjórn Ís­lensku aug­lýsinga­stofunnar á­kvað því í dag að óska eftir því að fé­lagið verði tekið til gjald­þrota­skipta frekar en að halda á­fram tap­rekstri með til­heyrandi skulda­söfnun næstu mánuði og mögu­lega misseri,“ segir þar enn fremur.