Net­glæpir færast sí­fellt í vöxt og hafa mörg ís­lensk fyrir­tæki og stofnanir orðið fyrir barðinu á slíkum á­rásum að undan­förnu.

Aðildar­fyrir­tæki Samorku, sam­tök orku- og veitu­fyrir­tækja, sem eiga aðild af net­öryggis­ráði Samorku og norska fyrir­tækið KraftCert hafa nú gert með sér sam­starfs­samning um varnir og við­búnað fyrir net­öryggi.

„Net­öryggi er ein stærsta á­skorun stjórn­enda í dag og sam­starfið styrkir orku- og veitu­fyrir­tæki landsins enn frekar í bar­áttunni gegn staf­rænum glæpum“, segir í til­kynningu frá Samorku.

Mikil­vægt að huga að net­öryggi

Aðildar­fyrir­tæki Samorku flokkast undir mikil­væga inn­viði sem sam­fé­lagið allt reiðir sig á. Því segir Samorka á­ríðandi að innan þeirra raða sé hugað vel að net­öryggi, svo hægt sé að verjast mögu­legum tölvu­á­rásum á orku­kerfi landsins.

Samorka hefur starf­rækt Net­öryggis­ráð í nokkur ár. Þar eiga sæti sér­fræðingar frá helstu aðildar­fyrir­tækjum og segir í til­kynningunni að sam­starfið við KraftCert styrkist net­öryggi enn meira í orku­geiranum.

Samningurinn felur í sér varnir og við­búnað gegn net­glæpum

„Mark­mið sam­starfsins er að auka á­falla­þol byggt á á­hættu­mati og á­hættu­greiningum sem varða net- og upp­lýsinga­öryggi fyrir­tækjanna. Samningurinn felur í sér varnir og við­búnað gegn net­glæpum og upp­lýsinga­öryggi. Einnig felur hann í sér þjálfun, æfingar og rekstrar­ráð­gjöf þegar kemur að net­öryggi orku- og veitu­fyrir­tækja á Ís­landi“, segir enn fremur.

Fyrir­tækið KraftCert er sjálf­stætt fé­lag, ekki rekið í hagnaðar­skyni, sem stofnað var af stærstu orku­fyrir­tækjum Noregs árið 2014. Samorka segir KraftCert leiðandi í net­öryggis­málum, við­brögðum og vörnum gegn net­glæpum í heiminum og búi yfir víð­tækri sér­þekkingu á net­öryggi orku- og veitu­fyrir­tækja. Því sé mikill fengur af sam­starfs­samningnum, sem gerir ís­lenskum orku- og veitu­fyrir­tækjum mögu­legt að til­heyra al­þjóð­legu sam­starfi í net­öryggis­málum.