Fundað hefur verið fjórum sinnum í þjóðar­öryggis­ráði vegna þess að greiðslu­miðlunar­kerfi sem notuð eru hér á landi eru nú öll komin í eigu er­lendra aðila og falla því ekki að öllu leyti undir ís­lenska lög­sögu. Af því kunni ís­lensku efna­hags­kerfi að stafa ógn.

Þetta segir Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra í sam­tali við Morgun­blaðið í dag og segir að Seðla­banki Ís­lands hafi léð máls á því árið 2019 og gert fjár­­mála­ráðu­neytinu við­vart. Seðla­bankinn vinnur nú í málinu.

Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra situ í for­sæti þjóðar­ör­ygg­is­ráðs.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Greiðslu­miðlunar­fyrir­tækið Borgun, sem var í meiri­hluta­eigu Ís­lands­banka, var selt til Salt­Pay sem er al­þjóð­legt fyrir­tæki með starf­semi í 14 löndum. Valitor var selt af Arion banka til ísraelska greiðslu­miðlunar­fy­ri­tækisins Ra­pyd og síðasta sumar keypti fyrir­tækið Korta.

Gunnar Jakobs­son tók við starfi vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­stöðug­leika hjá Seðla­bankanum í upp­hafi síðasta árs og er með málið á sinni könnu.

Hann segir að nú sé unnið að upp­­bygg­ingu inn­­lendr­ar og ó­háðrar smá­­greiðslu­­lausn­ar. Slík lausn yrði tengd við milli­banka­kerfi bankans, sem ný­lega voru upp­færð, eða haldan utan við greiðslu­miðlunar­kerfi sem nú eru hér á landi.

„Þetta er verk­efni sem við höf­um unnið í sam­­starfi við Reikni­­stofu bank­anna og þegar verk­efnið verður komið lengra mun­um við einnig vinna þetta með kerf­is­­lega mik­il­­væg­um bönk­um hér inn­an­lands,“ segir Gunnar við Morgun­blaðið.