Ís­lensk fyrir­tæki eru ekki nægi­lega opin fyrir fjöl­breytni að mati Grace Achieung, stofnanda fata­vöru­merkisins Gracelandic og stjórnar­konu í Fé­lagi kvenna í at­vinnu­lífinu.

Hún skipu­leggur í dag við­burð á vegum nýrrar nefndar innan FKA, sem ber heitið Nýir Ís­lendingar. Við­burðurinn ber heitið Fjöl­breytni og ný­sköpun á Ís­landi en þar munu fjórar ís­lenskar konur af er­lendum upp­runa deila reynslu­sögu sinni.

Þar verða þær Fida Abu Libde, stofnandi og fram­kvæmda­stjóri GeoSili­ca Iceland hf., Paula Gould, stofnandi Float and Gat­her ehf. og með­stofnandi hjá Wo­menTechIceland, Safa Jemai, stofnandi og for­stjóri Ví­konnekt ehf og Kat­hryn Gunnars­dóttir, stofnandi og fram­kvæmda­stjóri Geko.

Grace segir nefndina sem hún leiðir innan FKA nýja af nálinni. „Og beitir sér fyrir því að byggja brú milli kvenna af er­lendum upp­runa og ís­lenskra kvenna og stuðlar að því að konur af er­lendum upp­runa geti myndal gott tengsla­net á Ís­landi, deila reynslu og öðlast sýni­leika.“

Grace segir að mikil­vægt sé að konur af er­lendum upp­runa á Ís­landi verði sýni­legri. „Mér líður eins og konur af er­lendum upp­runa á Ís­landi séu að gera margt sem við þurfum að leyfa sam­fé­laginu að sjá með við­burðum á borð við þennan. Þannig getum við byggt upp sterkara sam­fé­lag hér á Ís­landi. Ég sjálf stend fyrir fjöl­breytni, inn­gildingu og sjálf­bærni.“

Grace segir fjöl­breytni vera lykil­hug­tak fyrir fyrir­tæki. „Rann­sóknir sýna að skipu­lagðs­heildir sem búa til fjöl­breytt teymi skila meiri á­vinningi og sinna ný­sköpun betur. Ég sjálf átti mjög erfitt að finna vinnu með minni hæfni og það á líka við um konurnar í pall­borðinu hjá okkur, þannig ég stofnaði mitt eigið fyrir­tæki sem er Gracelandic.“

Að­spurð hvort að fyrir­tæki á Ís­landi séu opin fyrir fjöl­breytni og ný­sköpun segist Grace ekki telja svo vera.

„En við erum að læra saman. Ég held að fyrir­tæki verði að endur­skil­greina hvað fjöl­breytni þýðir. Hversu fjöl­breytt er fyrir­tækið þitt og iðnaður? Ert þú að hvetja til fjöl­breytni og ný­sköpunar í þínu fyrir­tæki? Er grund­völlur fyrir fjöl­breytni á Ís­landi? Það eru spurningar sem fyrir­tæki verða að svara,“ segir Grace.

Hún segir teymi starfs­fólks með mis­munandi menningar­bak­grunn, aldur, kyn og reynslu­sögur ein­fald­lega hafa víðari sýn á heiminn. „Þau skapa betur, finna nýjar lausnir á annan máta og leysa vanda­mál betur, að okkar mati í nefndinni,“ segir Grace.

„Ég myndi segja að konur af er­lendum upp­runa hafi þurft að sætta sig við störf sem eru langt fyrir neðan þeirra menntun og hæfni. Konur sem hafa menntun, sér­fræði­kunn­áttu og reynslu en fá ekki störf við hæfi og þurfa því að taka hverju sem býðst til að komast af og borga reikninga. Yfir­leitt eru það lág­launa­störf. Ég hef verið í þeirri stöðu sjálf, en þetta er bara um­ræða sem við verðum að tala um saman án þess að dæma hvort annað og finna lausnir saman. Við erum ó­sköp ein­fald­lega öll hérna á Ís­landi,“ segir Grace.

„Þegar ís­lenskir vinnu­veit­endur og sam­fé­lagið sem heild lærir að stíga út fyrir þæginda­rammann þá munu góðir hlutir gerast. Í nú­tímanum er mestur styrkur fólginn í sam­kennd og fjöl­breyti­leika. Vegna þess að þegar fleiri frá mis­munandi stöðum, með mis­munandi bak­grunn vinna saman á heil­næman hátt þá getum við deilt hæfni okkar og reynslu og byggt upp ó­endan­lega þekkingu.“