Heild­ar greiðsl­u­kort­a­velt­a í maí síð­ast­liðn­um nam tæp­um 106,8 millj­örð­um krón­a og jókst um 23,7 prós­ent á mill­i ára mið­að við breyt­i­legt verð­lag. Kort­a­velt­a er­lendr­a ferð­a­mann­a hér­lend­is nam rúm­um 19 millj­örð­um krón­um í maí og jókst um 35 prós­ent á mill­i mán­að­a.

Þett­a kem­ur fram í til­kynn­ing­u frá Rann­sókn­ar­setr­i versl­un­ar­inn­ar en kort­a­velt­a Ís­lend­ing­a nam tæp­um 87,7 millj­örð­um krón­um í maí og jókst um 8,6 prós­ent á mill­i ára mið­að við breyt­i­legt verð­lag.

Velta erlendis ekki hærri frá 1997

Heild­ar velt­a inn­lendr­a greiðsl­u­kort­a í versl­un­um og þjón­ust­u er­lend­is nam rúm­um 21,5 millj­örð­um krón­um í apr­íl síð­ast­liðn­um og hef­ur ekki ver­ið hærr­i frá upp­haf­i mæl­ing­a, árið 1997. Velt­an jókst um tæpa 12,4 millj­arð­a krón­a frá fyrr­a ári. Það helst ágætlega í hendur við það sem kom fram í fréttum fyrir helgi en þá var greint frá því að samkvæmt nýjustu tölum Ferðamálastofu hafi aldrei fleiri Ís­lendingar yfir­gefið landið í maímánuði, eða allt frá því að mælingar hófust. Kemur þetta fram í ný­út­gefnum brott­fara­tölum frá Ferða­mála­stofu.

Inn­lend kort­a­velt­a í versl­un nam rúm­um 46,5 millj­örð­um krón­um í maí sem er 0,23 prós­ent meir­a en á sama tíma í fyrr­a mið­að við breyt­i­legt verð­lag. Inn­lend kort­a­velt­a í net­versl­un nam 3,3 millj­örð­um krón­um í maí og jókst hún um rúm 8,7 prós­ent á mill­i ára mið­að við breyt­i­legt verð­lag.

Bandaríkjamenn eyða mest

Inn­lend kort­a­velt­a í þjón­ust­u nam rúm­um 41,1 millj­arð­i krón­um í maí síð­ast­liðn­um og jókst hún um rúm 20 prós­ent á mill­i ára mið­að við breyt­i­legt verð­lag.

Heild­ar velt­a inn­lendr­a greiðsl­u­kort­a í versl­un­um og þjón­ust­u er­lend­is nam rúm­um 21,5 millj­örð­um krón­um í apr­íl síð­ast­liðn­um og hef­ur ekki ver­ið hærr­i frá upp­haf­i mæl­ing­a, árið 1997. Velt­an jókst um tæpa 12,4 millj­arð­a krón­a frá fyrr­a ári.

Kort­a­velt­a er­lendr­a ferð­a­mann­a hér­lend­is nam rúm­um 19 millj­örð­um krón­um í maí og jókst um 35 prós­ent á mill­i mán­að­a. Hlut­fall er­lendr­ar kort­a­velt­u af heild­ar­kort­a­velt­u á Ís­land­i var 17,9 prós­ent í maí en sama hlut­fall var tæp 22,3 prós­ent í maí 2019.

Ferð­a­menn frá Band­a­ríkj­un­um eru á­byrg­ir fyr­ir 37,5 prós­ent af allr­i er­lendr­i kort­a­velt­u hér­lend­is í maí. Þjóð­verj­ar koma næst­ir með 7,6 prós­ent og svo Bret­ar með 7,1 prós­ent.

Nán­ar má lesa um kort­a­velt­u hér á vef RSV.

Fréttin hefur verið leiðrétt, erlend kortavelta Íslendinga var mæld í apríl en ekki maí. Leiðrétt 13.6.2022 klukkan 12:12.