Heildar greiðslukortavelta í maí síðastliðnum nam tæpum 106,8 milljörðum króna og jókst um 23,7 prósent á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 19 milljörðum krónum í maí og jókst um 35 prósent á milli mánaða.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar en kortavelta Íslendinga nam tæpum 87,7 milljörðum krónum í maí og jókst um 8,6 prósent á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Velta erlendis ekki hærri frá 1997
Heildar velta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 21,5 milljörðum krónum í apríl síðastliðnum og hefur ekki verið hærri frá upphafi mælinga, árið 1997. Veltan jókst um tæpa 12,4 milljarða króna frá fyrra ári. Það helst ágætlega í hendur við það sem kom fram í fréttum fyrir helgi en þá var greint frá því að samkvæmt nýjustu tölum Ferðamálastofu hafi aldrei fleiri Íslendingar yfirgefið landið í maímánuði, eða allt frá því að mælingar hófust. Kemur þetta fram í nýútgefnum brottfaratölum frá Ferðamálastofu.
Innlend kortavelta í verslun nam rúmum 46,5 milljörðum krónum í maí sem er 0,23 prósent meira en á sama tíma í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í netverslun nam 3,3 milljörðum krónum í maí og jókst hún um rúm 8,7 prósent á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Bandaríkjamenn eyða mest
Innlend kortavelta í þjónustu nam rúmum 41,1 milljarði krónum í maí síðastliðnum og jókst hún um rúm 20 prósent á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Heildar velta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 21,5 milljörðum krónum í apríl síðastliðnum og hefur ekki verið hærri frá upphafi mælinga, árið 1997. Veltan jókst um tæpa 12,4 milljarða króna frá fyrra ári.
Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 19 milljörðum krónum í maí og jókst um 35 prósent á milli mánaða. Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi var 17,9 prósent í maí en sama hlutfall var tæp 22,3 prósent í maí 2019.
Ferðamenn frá Bandaríkjunum eru ábyrgir fyrir 37,5 prósent af allri erlendri kortaveltu hérlendis í maí. Þjóðverjar koma næstir með 7,6 prósent og svo Bretar með 7,1 prósent.
Nánar má lesa um kortaveltu hér á vef RSV.
Fréttin hefur verið leiðrétt, erlend kortavelta Íslendinga var mæld í apríl en ekki maí. Leiðrétt 13.6.2022 klukkan 12:12.