„Það eru spennandi tímar fram undan í gæðastjórnun þegar öll fyrirtæki með 25 eða fleiri í starfi þurfa að fá vottun eða staðfestingu í jafnlaunamálum fyrir lok þessa árs,“ segir Ísleifur sem hlakkar til að takast á við þessi verkefni.

Ísleifur Örn hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdarstjóri innflutningsfyrirtækisins Habitus. Þá hefur hann einnig starfað sem sölu- og markaðstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Safari Quads og tekið þátt í ýmsum verkefnum tengdum stjórnun og stefnumótun.

Ísleifur Örn lauk BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun frá University of Alabama í Huntsville í Bandaríkjunum og Háskóla Íslands. Hann er tveggja barna faðir og á að baki fótboltaferil með ÍA og í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

„Við erum gríðarlega spennt fyrir því að fá Ísleif í okkar teymi enda spennandi verkefni fram undan við það að hjálpa fyrirtækjum við janflaunavottunarferlið með Justly Pay,“ segir Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo.