Ís­lands­póstur hefur nú selt Gagna­geymsluna ehf. til Gagna­eyðingar ehf. en þetta kemur fram í frétta­til­kynningu um málið. Gagna­geymslan var áður í fullri eigu Póstsins.

„Núna hafa öll dóttur­fé­lög okkar annað hvort verið seld eða verið sett í sölu­með­ferð, Frakt flutnings­miðlun var selt fyrr í haust , prent­smiðjan Sam­skipti er í sölu­ferli og nú göngum við frá sölu á Gagna­geymslunni,“ segir Birgir Jóns­son, for­stjóri Ís­lands­pósts.

Salan hafi ó­veru­leg á­hrif á fjár­hag og rekstur

Kaup­endur óskuðu eftir að kaup­verðið væri trúnaðar­mál en í til­kynningunni kemur fram að salan hafi ó­veru­leg á­hrif á fjár­hag og rekstur Ís­lands­pósts. Að sögn Birgis fellur rekstur dóttur­fé­laga illa að á­herslum Póstsins að ein­beita sér að kjarna­starf­seminni, tryggja við­snúning í rekstri og bæta þjónustuna við við­skipta­vini.

„Við þökkum við­skipta­vinum Gagna­geymslunnar sam­fylgdina og óskum nýjum eig­endum góðs gengis í fram­tíðinni,“ segir Birgir að lokum.