Starfs­fólki Ís­lands­pósts var í morgun til­kynnt um viða­miklar skipu­lags- og starfs­manna­breytingar fyrir­tækisins. Fram­kvæmda­stjórum verður fækkað í þrjá úr fimm. Tveir fram­kvæmda­stjórar láta af störfum. Þá verða skrif­stofur fyrir­tækisins fluttar frá Stór­höfða yfir í skrif­stofu­rými í Höfða­bakka

For­stjóri Ís­lands­pósts, Birgir Jóns­son, til­kynnti starfs­fólki um breytingarnar á fundi í höfuð­stöðvum í morgun. Þar kom fram að breytingarnar hafa verið sam­þykktar af stjórn.

Í til­kynningu segir að helsti til­gangur breytinganna sé að setja þjónustu Ís­lands­pósts í for­gang og þá sér­stak­lega staf­ræna þjónustu. Þannig að við­skipta­vinir geti sjálfir á­kveðið með hvaða hætti þeir nýti þjónustu Póstsins.

Þannig verða lykil­þættir í um­breytingu hjá Ís­lands­pósti dregnir fram í skipu­riti þar sem upp­lýsinga­tækni, mann­auðs­mál, við­skipta­þróun og staf­ræn þjónusta verða að sér­stökum einingum sem starfa þvert á rekstrar­sviðin undir nýju þróunar­sviði sem for­stjóri leiðir. Sam­hliða verður fram­kvæmda­stjórum innan fyrir­tækisins fækkað úr fimm í þrjá á sviðum þjónusta og markaður, fjár­mál og dreifing.

Mynd/Íslandspóstur

Hraða ákvarðatöku og tryggja betra upplýsingaflæði

Í til­kynningunni segir að Helga Sig­ríður Böðvars­dóttir muni á­fram leiða svið fjár­mála, en nú þegar hefur verið ráðinn nýr fram­kvæmda­stjóri yfir sviði þjónustu og markaðar, sem áður hét markaðs- og sölu­svið, og hefur sá aðili störf í sumar. Hörður Jóns­son mun leiða dreifingar­svið, sem er sam­einuð póst­húsa og fram­kvæmda­svið en hann hefur hingað til stýrt póst­húsa­sviði. Sam­hliða þessu verður Sig­ríður Indriða­dóttir nú titluð mann­auðs­stjóri en var áður fram­kvæmda­stjóri starfs­manna­sviðs. Hún mun því leiða mann­auðs­mál á­fram, en nú undir þróunar­sviði sem Birgir Jóns­son mun stýra og gengur þróunar­svið þvert á skipu­ritið, enda verða mann­auðs­mál í for­grunni í kjöl­far breytinganna. Til­gangur þeirra, auk rekstrar­hag­ræðingar, er að ein­falda og fletja skipu­rit Ís­lands­pósts og hraða þannig á­kvarðana­töku, tryggja betra upp­lýsinga­flæði og auð­velda inn­leiðingu breytinga í fyrir­tækinu.

„Breytingum á skipu­riti Ís­lands­póst er ætlað að ná fram hag­ræðingu í rekstrinum, búa til nýjan og öflugan hóp lykil­stjórn­enda, efla liðs­heild og auka og hraða upp­lýsinga­flæði innan fyrir­tækisins. Með þessum skipu­lags­breytingum drögum við úr rekstrar­kostnaði hjá fyrir­tækinu sam­hliða því að auka þjónustu við við­skipta­vini okkar. Þessar breytingar sem við gerum núna eru einungis fyrstu skrefin, fram undan er mikil hag­ræðing og kostnaðar­að­hald, en þó er mikil­vægt að undir­strika að það verður gert án þess að þjónusta skerðist, en því náum við með léttari yfir­byggingu. Hjá Ís­lands­pósti starfar mjög öflugur hópur af hug­mynda­ríku og reyndu fólki sem er til­búið að laga reksturinn að nú­tímanum og sækja fram. Staf­rænir tímar kalla á nýjar lausnir og skapa um leið mörg á­huga­verð og skemmti­leg tæki­færi og gera okkur kleift að veita enn betri þjónustu en áður,” segir Birgir Jóns­son, for­stjóri Ís­lands­pósts í til­kynningu.

Flytja í opið rými

Sam­hliða breytingum á fram­kvæmda­stjórum er fyrir­hugaður flutningur skrif­stofunnar frá Stór­höfða yfir í skrif­stofu­rými í Höfða­bakka 9. Segir að nýja rýmið endur­spegli vilja stjórn­enda til að efla liðs­heild, stytti boð­leiðir og auki sam­vinnu en þar er einungis notast við opið rými og engar einka­skrif­stofur. Með flutningunum fæst tölu­verð hag­ræðing í hús­næðis­kostnaði þar sem um minna hús­næði er að ræða, auk þess sem betri sam­nýting er á mötu­neyti og annarri starfs­manna­að­stöðu.