Íslandsbanki afhenti í dag styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Alls voru veittar 35 milljónir króna til tólf verkefna. Hver styrkur nemur á bilinu 1 -4 milljónum króna en sjóðnum bárust tæplega 130 umsóknir um styrki. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Alls hafa verið veittar um 125 milljónir króna úr Frumkvöðlasjóðnum á síðastliðnum tveimur árum. Sjóðurinn er mikilvægur þáttur í samfélagsstefnu Íslandsbanka en markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar. Við úthlutun styrkja er horft til frumkvöðlaverkefna sem stuðla að þeim fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur ákveðið að starfa eftir. Þau eru menntun fyrir alla, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og uppbygging og aðgerðir í loftslagsmálum,“ segir í tilkynningunni.

Stjórn Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka var óbreytt á milli ára. Hana skipa Ari Kristinn Jónsson, fv. rektor Háskólans í Reykjavík og núverandi forstjóri AwareGO, Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, og Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.

Fyrirtækin sem fengu úthlutaða styrki frá bankanum eru: Bravo Earth, MAGNEA, Orb, HEIMA, Hreppamjólk, Mannflóran, Snerpa Power, Plastplan, Pure North Recycling, Fab Lab Ísafjörður og Icelandic Hemp Textiles.