Innlent

Íslandsbanki setur hlutinn í Borgun á sölu

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir

Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja 63,5 prósenta eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.

Þetta kemur fram á heimasíðu Íslandsbanka en Markaðurinn greindi frá áformunum á miðvikudaginn. 

Sjá einnig: Býður hlut sinn í Borgun til sölu á ný

Bankinn staðfestir að ráðgjafarfyrirtækinu Corestar Partners hafi verið falið að sjá um söluferlið eins og kom fram í fréttinni.

Sem kunnugt er réð bankinn Corestar Partners í september 2016 til ráðgjafar við að móta framtíðarstefnu um hlut sinn í Borgun. Söluferlinu var hins vegar sjálfhætt eftir að Fjármálaeftirlitið gerði í febrúar 2017 alvarlegar athugasemdir við eftirlit kortafyrirtækisins með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 

Tvö stærstu greiðslukortafyrirtæki landsins eru nú til sölu en eins og fram hefur komið réð Arion banki nýverið bandaríska fjárfestingarbankann Citi sem ráðgjafa við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans. Áformar bankinn að selja félagið, að hluta eða í heild, í opnu söluferli.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Jón Diðrik fer úr stjórn Skeljungs

Innlent

Líf og sál til liðs við Siðferðisgáttina

Innlent

Sandra nýr verk­efna­stjóri Ís­lenska bygginga­vett­vangsins

Auglýsing

Nýjast

Horner dregur framboð sitt til baka

Tómas Már tekur sæti í stjórn Íslandsbanka

Loðdýrabú á Íslandi rekin með tapi frá 2014

Bjarni sest nýr í stjórn Símans

Hrönn fjórði stjórnandinn sem fer frá Sýn

Bjóða upp á fast leigu­verð í sjö ár

Auglýsing