Ís­land er á­fram í flokki A hjá fyrirtækinu Fitch Ratings sem birti í gær mat á láns­hæfi ríkis­sjóðs. Lang­tíma­ein­kunnir í inn­lendri og er­lendri mynt eru ó­breyttar og standa í flokki A. Horfur eru nei­kvæðar.

Í frétta­til­kynningu Fitch segir að A láns­hæfis­ein­kunn ríkis­sjóðs endur­spegli m.a. háa lands­fram­leiðslu á mann, góða stjórnar­hætti, hátt þróunar­stig og góða um­gjörð við­skipta­lífsins sem eru sam­bæri­legri við lönd með „AAA“ og „AA“ láns­hæfis­ein­kunn. Heims­far­aldur kórónu­veiru hefur leitt til skarps efna­hags­sam­dráttar og við­snúnings til hins verra í opin­berum fjár­málum. Þá draga smæð hag­kerfisins og tak­markaður fjöl­breyti­leiki út­flutnings láns­hæfis­ein­kunnina niður.

Nei­kvæðar horfur endur­spegla hækkun skulda sem hlut­falls af lands­fram­leiðslu og hættu á að far­aldurinn verði lang­varandi og færist í aukana sem myndi hafa nei­kvæð á­hrif á efna­hags­lífið og fjár­mála­kerfið.


Slakara að­hald vegna kosninga


Að mati Fitch Ratings gætu kosningar á næsta ári leitt til slakara að­halds í opin­berum fjár­málum, en breið pólitísk sam­staða um að byggja upp við­náms­þrótt í opin­berum fjár­málum og mikil lækkun skulda á síðustu árum styður við trú­verðug­leika til lengri tíma litið.

Í til­kynningu fjár­mála­ráðu­neytisins segir:

„Ís­land hefur burði til að fjár­magna mikinn halla á ríkis­fjár­málum vegna við­bragða við á­hrifum heims­far­aldursins á næstu árum. Heildar­eignir ís­lenskra líf­eyris­sjóða námu 168% af vergri lands­fram­leiðslu í lok árs 2019 og þar af voru um 70% í inn­lendum eignum. Ríkis­sjóður hefur einnig greiðan að­gang að al­þjóð­legum skulda­bréfa­mörkuðum og rúma sjóðs­stöðu í inn­lendri og er­lendri mynt auk þess sem lausa­fjár­staða banka­kerfisins er góð.

Skjót við­brögð heil­brigðis­yfir­valda hafa komið í veg fyrir að grípa hafi þurft til harðs út­göngu­banns til að koma í veg fyrir út­breiðslu far­aldursins. Örvunar­að­gerðir á sviði ríkis­fjár­mála og peninga­mála hafa mildað sam­dráttinn í einka­neyslu og við­haldið efna­hags­legum og fjár­mála­legum stöðug­leika.

Aukið traust á því að skuldir sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu nái stöðug­leika til meðal­langs tíma og að hag­kerfið komist hjá lang­varandi kreppu gætu leitt til hærri láns­hæfis­ein­kunnar.

Nei­kvæðari þróun skulda en gert er ráð fyrir, til dæmis vegna skorts á að­haldi í ríkis­fjár­málum eftir að stuðnings­að­gerðir vegna heims­far­aldursins hafa runnið sitt skeið, veikari hag­vaxtar­horfur eða veru­legt fjár­magns­út­flæði með til­heyrandi nei­kvæðum á­hrifum á efna­hags­legan stöðug­leika og er­lenda stöðu þjóðar­búsins gætu leitt til lægri láns­hæfis­ein­kunnar.“